Tiger efstur eftir annan dag Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. júní 2012 10:00 Tiger Woods einbeittur í sandinum MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. Keppt er á Olympic Club´s Lake-vellinum í San Francisco sem þykir afar erfiður og hefur valdið mörgum af bestu kylfingum heims miklum vandræðum. Phil Mickelson og Rickie Fowler rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn svo dæmi sé tekið. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn er efsti maður heimslistans Luke Donald. Hann lék á níu höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi og þurfti að leika undir pari til að komast áfram. Það gekk ekki því hann lék annan daginn á einu yfir pari og er því úr leik líkt og Norður-Írinn Rory McIlroy, Bubba Watson og Daninn Thomas Björn. Táningurinn Andy Zhang sem er aðeins fjórtán ára gamall lék alls á 16 yfir pari en aðeins þeir kylfingar sem léku á átta höggum yfir pari eða betur komust áfram í gegnum niðurskurðinn. Tiger Woods þykir vera farinn að nálgast sitt besta form og munar mest um að takturinn í sveiflu hans er mun betri en hann hefur verið um árabil. Tiger hefur níu sinnum verið í efsta sæti eftir annan keppnisdag á stórmóti og átta þeirra móta sigraði hann. Woods á þó ekki sigurinn vísan því hann þarf að keppa við tvo kylfinga sem hafa reynslu af því að sigra stórmót auk þess sem þeir Toms og Furyk þykja mjög góðir á erfiðum vellinum. Furyk er mjög leikreyndur og vann US Open 2003. Toms slær að jafnaði mjög beint og lendir því sjaldan í vandræðum en hann vann PGA meistaramótið 2001. Norður-Írinn Graeme McDowell, sem sigraði US Open 2010, er aðeins tveimur höggum á eftir Toms, Furyk og Tiger ásamt John Peterson, Rúmenanum Nicholas Colsaerts og Michael Thompson sem var efstur eftir fyrsta keppnisdag en hann lék fimm yfir pari á öðrum keppnisdegi. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. Keppt er á Olympic Club´s Lake-vellinum í San Francisco sem þykir afar erfiður og hefur valdið mörgum af bestu kylfingum heims miklum vandræðum. Phil Mickelson og Rickie Fowler rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn svo dæmi sé tekið. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn er efsti maður heimslistans Luke Donald. Hann lék á níu höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi og þurfti að leika undir pari til að komast áfram. Það gekk ekki því hann lék annan daginn á einu yfir pari og er því úr leik líkt og Norður-Írinn Rory McIlroy, Bubba Watson og Daninn Thomas Björn. Táningurinn Andy Zhang sem er aðeins fjórtán ára gamall lék alls á 16 yfir pari en aðeins þeir kylfingar sem léku á átta höggum yfir pari eða betur komust áfram í gegnum niðurskurðinn. Tiger Woods þykir vera farinn að nálgast sitt besta form og munar mest um að takturinn í sveiflu hans er mun betri en hann hefur verið um árabil. Tiger hefur níu sinnum verið í efsta sæti eftir annan keppnisdag á stórmóti og átta þeirra móta sigraði hann. Woods á þó ekki sigurinn vísan því hann þarf að keppa við tvo kylfinga sem hafa reynslu af því að sigra stórmót auk þess sem þeir Toms og Furyk þykja mjög góðir á erfiðum vellinum. Furyk er mjög leikreyndur og vann US Open 2003. Toms slær að jafnaði mjög beint og lendir því sjaldan í vandræðum en hann vann PGA meistaramótið 2001. Norður-Írinn Graeme McDowell, sem sigraði US Open 2010, er aðeins tveimur höggum á eftir Toms, Furyk og Tiger ásamt John Peterson, Rúmenanum Nicholas Colsaerts og Michael Thompson sem var efstur eftir fyrsta keppnisdag en hann lék fimm yfir pari á öðrum keppnisdegi.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira