88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Kristján Hjálmarsson skrifar 18. júní 2012 10:44 Fyrsti lax sumarsins í Mýrarkvísl reyndist vera 88 sentimetra hrygna. Mynd/Stangaveiðifélag Akureyrar Fyrsti laxinn í Mýrarkvísl kom á land á laugardaginn var en það reyndist vera 88 sentimetra hrygna. Laxinn í ár þykir nokkuð snemma á ferðinni en fyrsti laxinn í fyrra kom á svipuðum tíma eða um 20. júní, að því er kemur fram á vef Stangaveiðifélags Akureyrar, svak.is. Það var Björn Snorrason sem landaði hrygnunni á Núpabreiðu. Ekki náðist mynd af hrygnunni en henni var gefið líf. Sævar Örn Hafsteinsson, varaformaður SVAK, er gríðarlega bjartsýnn fyrir sumarið. "Sumarið byrjar snemma allsstaðar, sama um hvaða svæði ræðir. Vorveiðin fór líka vel af stað hjá okkur fyrir norðan og urriðarnir og silungarnir sem veiðst hafa er mjög vel haldnir. Þeir koma vel undan vetri, þetta eru stórir og flottir fiskar," segir Sævar Örn. Varaformaðurinn er sannfærður um að búið verði að landa fyrsta 20 punda laxinum fyrir 1. júlí. "Það eru strax komnir 15 og 16 punda laxar á land svo það styttist óðum í þann fyrsta 20 punda. Menn munu stökkva á þessi svæði í Aðaldalnum og í Mýrarkvíslinni enda vitað að þessir stóru eru að fara að koma." Að sögn Sævars Arnar hefur sala á veiðileyfum gengið vonum framar hjá Stangaveiðifélaginu þar sem bæði Íslendingar og útlendingar vilja komast í árnar. "Það eru æ fleiri útlendingar sem kaupa veiðileyfi hjá okkur, til dæmis Færeyingar sem kaupa veiðileyfi á netinu og koma á eigin vegum." Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði
Fyrsti laxinn í Mýrarkvísl kom á land á laugardaginn var en það reyndist vera 88 sentimetra hrygna. Laxinn í ár þykir nokkuð snemma á ferðinni en fyrsti laxinn í fyrra kom á svipuðum tíma eða um 20. júní, að því er kemur fram á vef Stangaveiðifélags Akureyrar, svak.is. Það var Björn Snorrason sem landaði hrygnunni á Núpabreiðu. Ekki náðist mynd af hrygnunni en henni var gefið líf. Sævar Örn Hafsteinsson, varaformaður SVAK, er gríðarlega bjartsýnn fyrir sumarið. "Sumarið byrjar snemma allsstaðar, sama um hvaða svæði ræðir. Vorveiðin fór líka vel af stað hjá okkur fyrir norðan og urriðarnir og silungarnir sem veiðst hafa er mjög vel haldnir. Þeir koma vel undan vetri, þetta eru stórir og flottir fiskar," segir Sævar Örn. Varaformaðurinn er sannfærður um að búið verði að landa fyrsta 20 punda laxinum fyrir 1. júlí. "Það eru strax komnir 15 og 16 punda laxar á land svo það styttist óðum í þann fyrsta 20 punda. Menn munu stökkva á þessi svæði í Aðaldalnum og í Mýrarkvíslinni enda vitað að þessir stóru eru að fara að koma." Að sögn Sævars Arnar hefur sala á veiðileyfum gengið vonum framar hjá Stangaveiðifélaginu þar sem bæði Íslendingar og útlendingar vilja komast í árnar. "Það eru æ fleiri útlendingar sem kaupa veiðileyfi hjá okkur, til dæmis Færeyingar sem kaupa veiðileyfi á netinu og koma á eigin vegum."
Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði