Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum 18. júní 2012 10:54 Margt bendir til þess að opnunin í Laxá í Kjós á miðvikudaginn verði með besta móti. Mynd/Hreggnasi Veiði í Laxá í Kjós og Bugðu hefst á miðvikudaginn og að vanda verða það leigutakar og stjórn veiðifélagsins sem hefja veiðar. Gott vatn er í ánum og vart hefur orðið við töluvert af laxi í veiðistöðum eins og Kvíslafossi, Laxfossi og Klingenberg á neðsta veiðisvæði Laxár. Horfur eru því góðar hvað varðar opnunina og snjóalög í fjöllum gefa einnig tilefni til bjartsýni varðandi vatnsbúskapinn fram eftir sumri. Ársvæðisnefnd Laxár í Kjós og Bugðu hefur að undanförnu unnið að því að hreinsa rusl úr ánum og merkja veiðistaði, auk þess að sinna viðhaldi á veiðihúsinu og aðgerðaraðstöðu. Þá hafa veiðistaðir verið lagfærðir í Bugðu og um helgina verður ráðist í sambærilegar framkvæmdir í Laxá, eins og kemur fram á heimasíðu leigutakans hreggnasi.is. Miklar breytingar geta orðið á veiðistöðum í flóðum frá því á haustmánuðum og fram á vor og á það ekki síst við um Bugðuna. Búið er að lagfæra Ólafoss, Bugavað, Bugðufoss og Einbúa. Ólafur Helgi Ólafsson, veiðivörður og leiðsögumaður í Kjósinni, segir að undanfarin hafi rennslið í Bugðufossinum spillt fyrir veiðimöguleikum en með lagfæringunum nú sé stengurinn niður í hylinn nákvæmlega eins og hann eigi að vera. Í Laxá verður farið í viðhald á veiðistöðunum Gautsholu, Stórusteinahyl, Kambshyl, Hálshyl og Þverárstreng á efsta veiðisvæðinu. Á veiðisvæði 4 verður Efri-Lambhagahylur lagfærður. Á frísvæðinu er búið að lagfæra aðgengi að Neðri-Hurðarbakshyl og komið verður fyrir stórgrýti á Heyvaði og Óseyri í von um að áin grafi sig niður og þar myndist betri veiðistaðir. Það má rifja upp opnun Laxár í fyrrasumar en mörg ár voru þá síðan eins vel gekk. Átta laxar fóru á þurrt á fyrstu vakt; sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Veiði í Laxá í Kjós og Bugðu hefst á miðvikudaginn og að vanda verða það leigutakar og stjórn veiðifélagsins sem hefja veiðar. Gott vatn er í ánum og vart hefur orðið við töluvert af laxi í veiðistöðum eins og Kvíslafossi, Laxfossi og Klingenberg á neðsta veiðisvæði Laxár. Horfur eru því góðar hvað varðar opnunina og snjóalög í fjöllum gefa einnig tilefni til bjartsýni varðandi vatnsbúskapinn fram eftir sumri. Ársvæðisnefnd Laxár í Kjós og Bugðu hefur að undanförnu unnið að því að hreinsa rusl úr ánum og merkja veiðistaði, auk þess að sinna viðhaldi á veiðihúsinu og aðgerðaraðstöðu. Þá hafa veiðistaðir verið lagfærðir í Bugðu og um helgina verður ráðist í sambærilegar framkvæmdir í Laxá, eins og kemur fram á heimasíðu leigutakans hreggnasi.is. Miklar breytingar geta orðið á veiðistöðum í flóðum frá því á haustmánuðum og fram á vor og á það ekki síst við um Bugðuna. Búið er að lagfæra Ólafoss, Bugavað, Bugðufoss og Einbúa. Ólafur Helgi Ólafsson, veiðivörður og leiðsögumaður í Kjósinni, segir að undanfarin hafi rennslið í Bugðufossinum spillt fyrir veiðimöguleikum en með lagfæringunum nú sé stengurinn niður í hylinn nákvæmlega eins og hann eigi að vera. Í Laxá verður farið í viðhald á veiðistöðunum Gautsholu, Stórusteinahyl, Kambshyl, Hálshyl og Þverárstreng á efsta veiðisvæðinu. Á veiðisvæði 4 verður Efri-Lambhagahylur lagfærður. Á frísvæðinu er búið að lagfæra aðgengi að Neðri-Hurðarbakshyl og komið verður fyrir stórgrýti á Heyvaði og Óseyri í von um að áin grafi sig niður og þar myndist betri veiðistaðir. Það má rifja upp opnun Laxár í fyrrasumar en mörg ár voru þá síðan eins vel gekk. Átta laxar fóru á þurrt á fyrstu vakt; sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði