Fjölskyldan til veiða á sunnudaginn! 19. júní 2012 12:23 Fátt er ánægjulegra en að verja tíma við veiðar. Smáfólkið er oft ótrúlega veiðið. Mynd/Svavar Hávarðsson Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík. Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni. Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, og Þveit.Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík. Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni. Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, og Þveit.Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði