Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Svavar Hávarðsson skrifar 2. júní 2012 15:46 Teljarinn í laxastiganum við Ægissíðufoss er kominn í gagnið og ljóst að lax gengur snemma í ána þetta árið. Trausti Hafliðason Sést hefur lax stökkva fyrir neðan Þjóðvegsbrúna yfir Ytri-Rangá við Hellu og er það í annað sinn á nokkrum dögum sem sést hefur til laxa í ánni. Efist menn um að laxinn sé svo snemma genginn í ána, en venjulega skilar hann sér seint, geta nú hætt að efast. Ástæðan er einfaldlega sú að teljarinn í laxastiganum í Ægissíðufossi er kominn í gagnið og strax 31. maí gekk 80 sentimetra fiskur þar í gegn. Auðvitað má vera að um urriða sé að ræða en þegar allt er lagt saman, teljarinn og stökkvandi fiskur, þá er það mat Veiðivísis að það sé óþarfa svartsýni. Það bendir því allt til þess að laxinn sé mjög snemma á ferðinni sunnanlands. Nú eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur þangað til Ytri opnar og tveir stórstreymisdagar á þeim tíma – það verður gaman að sjá hversu mikið að laxi verður kominn í ánna þegar hún opnar 24 júní. Opnunardaginn í fyrrasumar veiddust tíu laxar víða um ána, og ætlar Veiðivísir að gerast svo djarfur að spá því að opnunarhollið geri mun betur þetta sumarið! Stangir eru lausar flesta daga eftir opnunardaginn í júní og fram til 10. júlí, upplýsingar má nálgast á www.agn.is eða með því að senda póst á spall@lax-a.is. Fram til 10. júlí er veitt á flugu, maðk og spón. Það er við þetta að bæta að menn hafa verið að sjá laxa víða undanfarna daga og er það heldur með fyrra fallinu miðað við þróun síðasta áratugar eða svo. Þegar er auðvitað búið að stangveiða fyrsta laxinn í Soginu og virðist laxinn einfaldlega vera mun fyrr á ferðinni þetta árið. Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði
Sést hefur lax stökkva fyrir neðan Þjóðvegsbrúna yfir Ytri-Rangá við Hellu og er það í annað sinn á nokkrum dögum sem sést hefur til laxa í ánni. Efist menn um að laxinn sé svo snemma genginn í ána, en venjulega skilar hann sér seint, geta nú hætt að efast. Ástæðan er einfaldlega sú að teljarinn í laxastiganum í Ægissíðufossi er kominn í gagnið og strax 31. maí gekk 80 sentimetra fiskur þar í gegn. Auðvitað má vera að um urriða sé að ræða en þegar allt er lagt saman, teljarinn og stökkvandi fiskur, þá er það mat Veiðivísis að það sé óþarfa svartsýni. Það bendir því allt til þess að laxinn sé mjög snemma á ferðinni sunnanlands. Nú eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur þangað til Ytri opnar og tveir stórstreymisdagar á þeim tíma – það verður gaman að sjá hversu mikið að laxi verður kominn í ánna þegar hún opnar 24 júní. Opnunardaginn í fyrrasumar veiddust tíu laxar víða um ána, og ætlar Veiðivísir að gerast svo djarfur að spá því að opnunarhollið geri mun betur þetta sumarið! Stangir eru lausar flesta daga eftir opnunardaginn í júní og fram til 10. júlí, upplýsingar má nálgast á www.agn.is eða með því að senda póst á spall@lax-a.is. Fram til 10. júlí er veitt á flugu, maðk og spón. Það er við þetta að bæta að menn hafa verið að sjá laxa víða undanfarna daga og er það heldur með fyrra fallinu miðað við þróun síðasta áratugar eða svo. Þegar er auðvitað búið að stangveiða fyrsta laxinn í Soginu og virðist laxinn einfaldlega vera mun fyrr á ferðinni þetta árið.
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði