Tveir stórlaxar í Holunni Svavar Hávarðsson skrifar 4. júní 2012 14:55 Tveir á í einu í Damminum í fyrrasumar. Þar hefur lax sést og einnig á næsta veiðistað Holunni. Mynd/Lax-á Opnun Blöndu á morgun lítur vel út enda segja Lax-ármenn á heimasíðu sinni frá því að Höskuldur Erlingsson, lögreglu- og leiðsögumaður, hafi slegið á þráðinn um helgina þar sem hann var staddur við veiðistaðinn Holuna á svæði 1 í Blöndu. Þar horfði hann á tvo stóra laxa sem hann áætlaði á bilinu 14 – 16 pund, en eins og flestir vita þá opnar Blanda í fyrramálið og hefst þá laxveiðitímabilið formlega. Það er ekki oft sem laxar sjást vel fyrir opnun í Blöndu, menn þurfa að vita nákvæmlega hvar á að leita því áin er oft talsvert lituð í byrjun júní. En Höskuldur og Þorsteinn Hafþórsson hafa báðir séð laxa í Holunni og Damminum, og þar sem þeir eru ekki neinir nýgræðingar í Blöndufræðum má búast við skemmtilegri opnun á morgun. Opnunardaginn í fyrrasumar komu átta laxar á land, þar af sex á fyrstu vaktinni. Þá var skítakuldi og bálhvasst við Blöndu og erfitt að bera sig að við veiðar. Eftir hitabylgju undanfarið verða aðstæður aðrar þó spár segi að blíðuveðrið sé á enda í bili. Einhverjir dagar eru lausir í næstu viku í Blöndu en þar eftir er svæði 1 uppbókað fram í ágústbyrjun – það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér veiði á þessu gjöfula svæði þetta sumarið. Stangveiði Mest lesið Spennandi námskeið í veiðileiðsögn Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði
Opnun Blöndu á morgun lítur vel út enda segja Lax-ármenn á heimasíðu sinni frá því að Höskuldur Erlingsson, lögreglu- og leiðsögumaður, hafi slegið á þráðinn um helgina þar sem hann var staddur við veiðistaðinn Holuna á svæði 1 í Blöndu. Þar horfði hann á tvo stóra laxa sem hann áætlaði á bilinu 14 – 16 pund, en eins og flestir vita þá opnar Blanda í fyrramálið og hefst þá laxveiðitímabilið formlega. Það er ekki oft sem laxar sjást vel fyrir opnun í Blöndu, menn þurfa að vita nákvæmlega hvar á að leita því áin er oft talsvert lituð í byrjun júní. En Höskuldur og Þorsteinn Hafþórsson hafa báðir séð laxa í Holunni og Damminum, og þar sem þeir eru ekki neinir nýgræðingar í Blöndufræðum má búast við skemmtilegri opnun á morgun. Opnunardaginn í fyrrasumar komu átta laxar á land, þar af sex á fyrstu vaktinni. Þá var skítakuldi og bálhvasst við Blöndu og erfitt að bera sig að við veiðar. Eftir hitabylgju undanfarið verða aðstæður aðrar þó spár segi að blíðuveðrið sé á enda í bili. Einhverjir dagar eru lausir í næstu viku í Blöndu en þar eftir er svæði 1 uppbókað fram í ágústbyrjun – það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér veiði á þessu gjöfula svæði þetta sumarið.
Stangveiði Mest lesið Spennandi námskeið í veiðileiðsögn Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði