Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:27 Mikil stemmning var við Norðurá í morgun enda fjöldi fólks kominn til að fylgjast með opnuninni þar á meðal fjölmiðlar. Mynd / Trausti Hafliðason Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. "Ég var búinn að spá því að þetta yrði besta opnunin á þessari öld og þetta lítur bara mjög vel út, það er ekki hægt að segja annað," sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar Veiðivísir sló á þráðinn til hans nú í hádeginu. "Það eru laxar mjög víða í ánni og það veit á gott." Árið 1999 var opnunin frábær en þá veiddust 15 laxar fyrri vaktinni og 28 á þeirri seinni eða 43 laxar alls. Bjarni segir að fiskarnir sem hafi veiðst hafi allir verið vel haldnir og fallegir. Þeir stærstu ríflega 80 sentímetrar eða á bilinu 11 til 13 pund. Hann segist vongóður á framhaldið í dag. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. "Ég var búinn að spá því að þetta yrði besta opnunin á þessari öld og þetta lítur bara mjög vel út, það er ekki hægt að segja annað," sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar Veiðivísir sló á þráðinn til hans nú í hádeginu. "Það eru laxar mjög víða í ánni og það veit á gott." Árið 1999 var opnunin frábær en þá veiddust 15 laxar fyrri vaktinni og 28 á þeirri seinni eða 43 laxar alls. Bjarni segir að fiskarnir sem hafi veiðst hafi allir verið vel haldnir og fallegir. Þeir stærstu ríflega 80 sentímetrar eða á bilinu 11 til 13 pund. Hann segist vongóður á framhaldið í dag.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði