Eitthvað fyrir alla hjá Veiðiskóla SVAK 7. júní 2012 15:26 Kennt er á einhendu, tvíhendu auk þess sem ungt fólk fær sérstaka kennslu í veiðikúnstum. SVAK Veiðiskóli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) hefst nú um helgina, en þetta er fjórða árið sem hann er starfræktur. Í fyrra var metþátttaka og komu á annað hundrað manns á námskeið á vegum veiðiskólans en þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt öll fjögur árin sem skólinn hefur verið haldinn. Í sumar verða fimm námskeið í boði, sem verða endurtekin nokkrum sinnum yfir sumarið eftir þörfum. Þegar er búið að teikna upp 25 námskeið, en skólinn hefur á sínum snærum sjö kennara sem allir eru þaulreyndir veiðimenn. Námskeiðin sem þegar hafa verið skipulögð eru námskeið fyrir unglinga, veiði- og kastnámskeið fyrir byrjendur á einhendu auk námskeiðs þar sem kennt er að veiða með tvíhendu. Þá er boðið uppá námskeiðið „Lærðu á ána" þar sem boðið er uppá veiði í ám í Eyjafirði með vönum veiðimönnum. Allar frekari upplýsingar um veiðiskóla SVAK finnur þú hér: svak.is. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Veiðiskóli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) hefst nú um helgina, en þetta er fjórða árið sem hann er starfræktur. Í fyrra var metþátttaka og komu á annað hundrað manns á námskeið á vegum veiðiskólans en þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt öll fjögur árin sem skólinn hefur verið haldinn. Í sumar verða fimm námskeið í boði, sem verða endurtekin nokkrum sinnum yfir sumarið eftir þörfum. Þegar er búið að teikna upp 25 námskeið, en skólinn hefur á sínum snærum sjö kennara sem allir eru þaulreyndir veiðimenn. Námskeiðin sem þegar hafa verið skipulögð eru námskeið fyrir unglinga, veiði- og kastnámskeið fyrir byrjendur á einhendu auk námskeiðs þar sem kennt er að veiða með tvíhendu. Þá er boðið uppá námskeiðið „Lærðu á ána" þar sem boðið er uppá veiði í ám í Eyjafirði með vönum veiðimönnum. Allar frekari upplýsingar um veiðiskóla SVAK finnur þú hér: svak.is.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði