Urriðinn að stækka í Laxá 25. maí 2012 21:26 Tíkin Njála stendur við fallegan urriða. Trausti Hafliðason Meðalþyngd urriða í Laxá í Laxárdal hefur smám saman verið að aukast undanfarin ár samkvæmt því sem kemur fram á vef SVFR. "Samkvæmt tölulegum staðreyndum sem árnefnd sendi frá sér á dögunum var meðalþungi urriða í Laxárdal sl. sumar tæp tvö kílógrömm, eða nálega fjögur pund," segir á vef SVFR. "Hefur meðalþungi hægt og rólega verið að aukast á milli ára. Samsvarandi tölur fyrir veiðisvæðin í Mývatnssveit sumarið 2011 voru 1.6 kg eða rúmlega þrjú pund. Stórum hluta aflans síðastliðin ár hefur verið sleppt aftur lifandi í ána, og vænta má þess að þeir fiskar muni halda áfram að stækka. Sem dæmi um þetta var um 2.300 urriðum gefið líf á svæðunum í fyrrasumar." Veiði í Laxá í Laxárdal hefst eftir viku, eða laugardaginn 2. júní og veiði í Laxá í Mývatnssveit hefst þriðjudaginn 5. júní. Töluverð hlýindi eru fyrir norðan núna og getur það skipt sköpum fyrir veiðina í upphafi veiðitímabilsins. Það verður því mjög gaman að sjá hvernig veiðin verður í opnunni í þessum tveimur frægu ám. Á vef SVFR er sagt frá því að árnefndin hafi verið önnum kafin í vor. "Árnefndin hefur verið öflug nú í vor og skipti um blöndunartæki í sturtum, eldhúsi og á salernum, auk þess að keypt voru ný rúm í veiðihúsið. Eins hefur verið skipt út hluta af rúmum í Rauðhólum. Þess má geta að lokum að árnefnd Laxár hefur ákveðið að hefja skráningu á GPS-hnitum fyrir alla veiðistaði í Mývatnssveit og Laxárdal. Er það gert til þess að auðvelda veiðimönnum, ekki síst þeim sem nýir eru, að ná áttum á þessu víðfema veiðisvæði." Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Nóg af fiski í Reynisvatni Veiði
Meðalþyngd urriða í Laxá í Laxárdal hefur smám saman verið að aukast undanfarin ár samkvæmt því sem kemur fram á vef SVFR. "Samkvæmt tölulegum staðreyndum sem árnefnd sendi frá sér á dögunum var meðalþungi urriða í Laxárdal sl. sumar tæp tvö kílógrömm, eða nálega fjögur pund," segir á vef SVFR. "Hefur meðalþungi hægt og rólega verið að aukast á milli ára. Samsvarandi tölur fyrir veiðisvæðin í Mývatnssveit sumarið 2011 voru 1.6 kg eða rúmlega þrjú pund. Stórum hluta aflans síðastliðin ár hefur verið sleppt aftur lifandi í ána, og vænta má þess að þeir fiskar muni halda áfram að stækka. Sem dæmi um þetta var um 2.300 urriðum gefið líf á svæðunum í fyrrasumar." Veiði í Laxá í Laxárdal hefst eftir viku, eða laugardaginn 2. júní og veiði í Laxá í Mývatnssveit hefst þriðjudaginn 5. júní. Töluverð hlýindi eru fyrir norðan núna og getur það skipt sköpum fyrir veiðina í upphafi veiðitímabilsins. Það verður því mjög gaman að sjá hvernig veiðin verður í opnunni í þessum tveimur frægu ám. Á vef SVFR er sagt frá því að árnefndin hafi verið önnum kafin í vor. "Árnefndin hefur verið öflug nú í vor og skipti um blöndunartæki í sturtum, eldhúsi og á salernum, auk þess að keypt voru ný rúm í veiðihúsið. Eins hefur verið skipt út hluta af rúmum í Rauðhólum. Þess má geta að lokum að árnefnd Laxár hefur ákveðið að hefja skráningu á GPS-hnitum fyrir alla veiðistaði í Mývatnssveit og Laxárdal. Er það gert til þess að auðvelda veiðimönnum, ekki síst þeim sem nýir eru, að ná áttum á þessu víðfema veiðisvæði."
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Nóg af fiski í Reynisvatni Veiði