Þrjú þúsund rúmmetra malarnám úr Svarfaðardalsá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. maí 2012 08:00 Frá Svarfaðardal. Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur heimilað 3 þúsund rúmmetra malarnám úr Svaraðardalsá. Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar heimilar að teknir verði þrjú þúsund rúmmetrar af möl úr Svarfaðardalsá. Formaður Stangaveiðifélags Akureyrar segist treysta á að veiðiskilyrðum verði ekki spillt. Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar og síðar bæjarstjórnin hafa samþykkt ósk Atla Friðbjörnssonar um leyfi til að taka 2.500 til 3.000 rúmmetra af möl úr áreyrum og Svarfaðardalsá í Eyjafirði. Malartakan verður vestan Búrfellsár. Þetta er gert með samþykki landeigenda Búrfells og Veiðifélags Svarfaðardalsár. Stangaveiðifélag Akureyrar (Svak) er umboðsaðili fyrir Svarfaðardalsá og sér sem slíkur um sölu veiðileyfa í þessa sjóbleikjuperlu fyrir veiðifélag landeigandanna. Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Svak, segir félag sitt þannig ekkert hafa með malartökumálið að gera. "Við treystum á að ákvörðun landeigenda, veiðifélagsins og umhverfisráðs taki mið af að spilla veiðiskilyrðum árinnar sem minnst," segir formaður Svak. Stangveiði Tengdar fréttir Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll 17. maí 2012 08:00 Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði
Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar heimilar að teknir verði þrjú þúsund rúmmetrar af möl úr Svarfaðardalsá. Formaður Stangaveiðifélags Akureyrar segist treysta á að veiðiskilyrðum verði ekki spillt. Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar og síðar bæjarstjórnin hafa samþykkt ósk Atla Friðbjörnssonar um leyfi til að taka 2.500 til 3.000 rúmmetra af möl úr áreyrum og Svarfaðardalsá í Eyjafirði. Malartakan verður vestan Búrfellsár. Þetta er gert með samþykki landeigenda Búrfells og Veiðifélags Svarfaðardalsár. Stangaveiðifélag Akureyrar (Svak) er umboðsaðili fyrir Svarfaðardalsá og sér sem slíkur um sölu veiðileyfa í þessa sjóbleikjuperlu fyrir veiðifélag landeigandanna. Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Svak, segir félag sitt þannig ekkert hafa með malartökumálið að gera. "Við treystum á að ákvörðun landeigenda, veiðifélagsins og umhverfisráðs taki mið af að spilla veiðiskilyrðum árinnar sem minnst," segir formaður Svak.
Stangveiði Tengdar fréttir Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll 17. maí 2012 08:00 Mest lesið Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði