Tíu urriðar á dag í Elliðaánum Trausti Hafliðason skrifar 6. maí 2012 22:29 Efst í Elliðaánum. Veiðistaðirnir sem sjást eru Hólmatagl, Hólmakvísl og Höfuðhylur. Trausti Veiðst hafa um það bil tíu urriðar að meðaltali á dag á tvær stangir í Elliðaánum síðan veiði hófst. Vorveiðin í Elliðaánum hófst 1. maí . Eins og áður sagði er veitt á tvær stangir og eingöngu fluga er leyfð. Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni. Bestu hyljirnir í vorveiðinni eru Höfuðhylur og Ármót. Síðastliðið vor veiddust rétt tæplega 250 urriðar. Þorsteinn Húnbogason veiðivörður segir of snemmt að segja nokkuð til um það hvort veiðin verði betri eða verri en í fyrra. Hann segir veiðina hafa gengið alveg ágætlega þá sex daga sem liðnir eru af veiðitímabilinu. Algengt sé að 3 til 5 fiskar veiðist á hverri vakt eða um 10 á hverjum degi. Gísli Harðarson og veiðifélagi hans náðu átta urriðum á morgunvaktinni á fimmtudaginn. Öllum fiskunum var sleppt. Sá minnsti var 33 sentímetrar en sá stærsti 50. Fiskarnir veiddust allir ofarlega. Einn í Höfuðhyl en hinir í Hólmatagli (Brúarhyl). Flugurnar sem urriðarnir tóku voru púpur, með krókastærð tíu eða tólf. Þrír fiskanna tóku Watson Fancy kúluhaus, hinir tóku Glóðina, Jock og Killer. Gísli sagði að mikið vatn hefði verið í ánni og allir fiskarnir hefðu veiðst andstreymis. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði
Veiðst hafa um það bil tíu urriðar að meðaltali á dag á tvær stangir í Elliðaánum síðan veiði hófst. Vorveiðin í Elliðaánum hófst 1. maí . Eins og áður sagði er veitt á tvær stangir og eingöngu fluga er leyfð. Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni. Bestu hyljirnir í vorveiðinni eru Höfuðhylur og Ármót. Síðastliðið vor veiddust rétt tæplega 250 urriðar. Þorsteinn Húnbogason veiðivörður segir of snemmt að segja nokkuð til um það hvort veiðin verði betri eða verri en í fyrra. Hann segir veiðina hafa gengið alveg ágætlega þá sex daga sem liðnir eru af veiðitímabilinu. Algengt sé að 3 til 5 fiskar veiðist á hverri vakt eða um 10 á hverjum degi. Gísli Harðarson og veiðifélagi hans náðu átta urriðum á morgunvaktinni á fimmtudaginn. Öllum fiskunum var sleppt. Sá minnsti var 33 sentímetrar en sá stærsti 50. Fiskarnir veiddust allir ofarlega. Einn í Höfuðhyl en hinir í Hólmatagli (Brúarhyl). Flugurnar sem urriðarnir tóku voru púpur, með krókastærð tíu eða tólf. Þrír fiskanna tóku Watson Fancy kúluhaus, hinir tóku Glóðina, Jock og Killer. Gísli sagði að mikið vatn hefði verið í ánni og allir fiskarnir hefðu veiðst andstreymis.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði