Allt um veiðihnúta Trausti Hafliðason skrifar 7. maí 2012 15:47 Á vefsíðunni Videofishingknots eru leiðbeiningar um hvernig hnýta á fjölda hnúta. Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu. Misjafnt er hvernig menn búa um hnúta sína. Sumir binda línu og taum saman með tvöföldum rembihnút (Surgeon's Knot) á meðan aðrir gera það með því að búa til lykkju á tauminn (til dæmis Perfection Loop) og binda lykkuna síðan fasta við tilbúna lykkju á línu. Langflestir, líklega 90 prósent veiðimanna, binda flugu á taum með öngulhnút (Clinch Knot). Á netinu má finna aragrúa leiðbeininga um það hvernig hnýta eigi hnúta. Veiðivísir mælir sérstaklega með vefsíðunni Videofishingknots. Einnig er síðan Animatedknots ágæt. Þá er mönnum ekkert að vanbúnaði en að eyða einni kvöldstund í hnútaæfingar. Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði
Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu. Misjafnt er hvernig menn búa um hnúta sína. Sumir binda línu og taum saman með tvöföldum rembihnút (Surgeon's Knot) á meðan aðrir gera það með því að búa til lykkju á tauminn (til dæmis Perfection Loop) og binda lykkuna síðan fasta við tilbúna lykkju á línu. Langflestir, líklega 90 prósent veiðimanna, binda flugu á taum með öngulhnút (Clinch Knot). Á netinu má finna aragrúa leiðbeininga um það hvernig hnýta eigi hnúta. Veiðivísir mælir sérstaklega með vefsíðunni Videofishingknots. Einnig er síðan Animatedknots ágæt. Þá er mönnum ekkert að vanbúnaði en að eyða einni kvöldstund í hnútaæfingar.
Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði