Masters 2012: Hver er Bubba Watson? 9. apríl 2012 00:07 Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. Watson er örvhentur og það er ótrúlegt að á síðustu 10 árum hafa 5 örvhentir kylfingar sigrað á Mastersmótinu. Hann er einn af fáum kylfingum á PGA mótaröðinni sem geta slegið um 290 metra upphafshögg að meðaltali og lengstu högg hans eru allt að 330 metrar. Þetta er aðeins fimmti sigur Watson á atvinnumóti en hann hefur sigrað á 3 PGA mótum og 2 öðrum atvinnumótum. Hann gerðist atvinnukylfingur árið 2004 þar sem hann lék á Nationwide mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum á eftir PGA mótaröðinni. Hann endaði í 21. sæti á Nationwide mótaröðinni árið 2005 og var hann sá síðasti sem tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með þeim árangri. Fyrsti sigur hans á PGA mótaröðinni var árið 2010 þar sem hann hafði betur í bráðabana á Cromwell meistaramótinu gegn Corey Pavin og Scott Verplank. Watson hefur gengið í gegnum ýmislegt í einkalífinu. Faðir hansm , Gerry, lést í október árið 2010 en hann var með krabbamein í hálsi. Hann er giftur fyrrum körfboltakonu, Angie, sem er rétt rúmlega 1.93 m á hæð og þau ættleiddu barn fyrir um fjórum vikum síðan. Watson var í miklum vafa um að taka þátt á Mastersmótinu í ár þar sem að svo stutt var síðan að ættleiðingin átti sér stað. Watson er hluti af skemmtilegu verkefni sem fjórir atvinnukylfingar á PGA mótaröðinni standa að. Hann er í "strákabandinu" Golf Boys sem er góðgerðaverkefni. Þar syngur hann lög ásamt þeim Rickie Fowler, Hunter Mahan og Ben Crane og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér fyrir ofan. Golf Tengdar fréttir Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. 8. apríl 2012 23:37 Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. 8. apríl 2012 11:46 Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. 8. apríl 2012 23:12 Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. 8. apríl 2012 22:18 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. Watson er örvhentur og það er ótrúlegt að á síðustu 10 árum hafa 5 örvhentir kylfingar sigrað á Mastersmótinu. Hann er einn af fáum kylfingum á PGA mótaröðinni sem geta slegið um 290 metra upphafshögg að meðaltali og lengstu högg hans eru allt að 330 metrar. Þetta er aðeins fimmti sigur Watson á atvinnumóti en hann hefur sigrað á 3 PGA mótum og 2 öðrum atvinnumótum. Hann gerðist atvinnukylfingur árið 2004 þar sem hann lék á Nationwide mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum á eftir PGA mótaröðinni. Hann endaði í 21. sæti á Nationwide mótaröðinni árið 2005 og var hann sá síðasti sem tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með þeim árangri. Fyrsti sigur hans á PGA mótaröðinni var árið 2010 þar sem hann hafði betur í bráðabana á Cromwell meistaramótinu gegn Corey Pavin og Scott Verplank. Watson hefur gengið í gegnum ýmislegt í einkalífinu. Faðir hansm , Gerry, lést í október árið 2010 en hann var með krabbamein í hálsi. Hann er giftur fyrrum körfboltakonu, Angie, sem er rétt rúmlega 1.93 m á hæð og þau ættleiddu barn fyrir um fjórum vikum síðan. Watson var í miklum vafa um að taka þátt á Mastersmótinu í ár þar sem að svo stutt var síðan að ættleiðingin átti sér stað. Watson er hluti af skemmtilegu verkefni sem fjórir atvinnukylfingar á PGA mótaröðinni standa að. Hann er í "strákabandinu" Golf Boys sem er góðgerðaverkefni. Þar syngur hann lög ásamt þeim Rickie Fowler, Hunter Mahan og Ben Crane og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér fyrir ofan.
Golf Tengdar fréttir Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. 8. apríl 2012 23:37 Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. 8. apríl 2012 11:46 Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. 8. apríl 2012 23:12 Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. 8. apríl 2012 22:18 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. 8. apríl 2012 23:37
Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. 8. apríl 2012 11:46
Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. 8. apríl 2012 23:12
Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. 8. apríl 2012 22:18