Viðskipti erlent

Foxconn bregst við gagnrýni

Úr verksmiðju Foxconn í Kína.
Úr verksmiðju Foxconn í Kína. mynd/AP
Tævanski raftækjaframleiðandinn Foxconn tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að hækka kaup starfsmanna sinn verulega. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bæta vinnuaðstæður í verksmiðjum sínum í Kína.

Foxconn framleiðir íhluti fyrir iPad spjaldtölvuna og iPhone snjallsímann. Á síðustu mánuðum hefur fyrirtækið verið harðlega gagnrýnt fyrir meðferð sína á starfsfólki.

Að minnsta kosti 15 starfsmenn Foxconn hafa svipt sig lífi á síðustu árum. Í janúar á þessu ári hótuðu 150 starfsmenn að fleygja sér fram af verksmiðjuhúsi Foxconn í Kína.

Apple svaraði gagnrýninni með því að opna dyr verksmiðjanna fyrir óháðum eftirlitsmönnum.

Í skýrslu eftirlitsmannanna - sem kynnt var í gær - kemur fram að Foxconn og Apple hafi brotið ítrekað á launþegum. Þá eru dæmi um að starfsmenn hafi unnið 11 daga í röð við hættulegar aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×