Volki sigrar frumkvöðlakeppni - Elettra Wiederman hélt ræðu 22. mars 2012 18:03 'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni. HönnunarMars Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni.
HönnunarMars Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira