Real Madrid kjöldró Baskana frá San Sebastian Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 18:30 Ronaldo fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Meistaraefnin í Real Madrid endurheimtu sex stiga forskot sitt á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu með 5-1 heimasigri á Real Sociedad. Það tók Madridinga aðeins sex mínútur að komast á blað á Bernabeu í kvöld. Þá skoraði Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain með skoti utarlega úr teignum framhjá Claudio Bravo í marki Sociedad. Cristiano Ronaldo kom heimamönnum í 2-0 eftir hálftímaleik þegar hann slapp einn í gegn og kláraði færi sitt vel. Fimm mínútum fyrir leikhlé skoraði Frakkinn Karim Benzema snyrtilegt mark og úrslitin í raun ráðin. Xabier Prieto minnkaði muninn aðeins mínútu síðar með langskoti sem hafði viðkomu í Sergio Ramos á leið sinni í markið. Markið varð þó ekki til þess að valda Madridingum áhyggjum. Í síðari hálfleik bættu Madridingar við tveimur mörkum. Fyrst skoraði Benzema annað mark sitt og slíkt hið sama gerði Cristiano Ronaldo. Staðan 5-1 og fleiri mörk voru ekki skoruð þær 35 mínútur sem lifðu leiks. Madridingar léku án Portúgalans Pepe og Þjóðverjans Mesut Özil auk þess sem Jose Mourinho sat uppi í stúku. Það hafði engin áhrif á leik liðsins nema ef vera skyldi til góðs. Madridingar hafa sex stiga forskot á Barcelona á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona vann mikilvægan sigur á Mallorca Lionel Messi var í aðalhlutverki að vanda í 2-0 útisigri Barcelona á Mallorca í dag. Börsungar spiluðu stóran hluta seinni hálfleiks manni færri. 24. mars 2012 00:01 Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. 24. mars 2012 13:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Meistaraefnin í Real Madrid endurheimtu sex stiga forskot sitt á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu með 5-1 heimasigri á Real Sociedad. Það tók Madridinga aðeins sex mínútur að komast á blað á Bernabeu í kvöld. Þá skoraði Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain með skoti utarlega úr teignum framhjá Claudio Bravo í marki Sociedad. Cristiano Ronaldo kom heimamönnum í 2-0 eftir hálftímaleik þegar hann slapp einn í gegn og kláraði færi sitt vel. Fimm mínútum fyrir leikhlé skoraði Frakkinn Karim Benzema snyrtilegt mark og úrslitin í raun ráðin. Xabier Prieto minnkaði muninn aðeins mínútu síðar með langskoti sem hafði viðkomu í Sergio Ramos á leið sinni í markið. Markið varð þó ekki til þess að valda Madridingum áhyggjum. Í síðari hálfleik bættu Madridingar við tveimur mörkum. Fyrst skoraði Benzema annað mark sitt og slíkt hið sama gerði Cristiano Ronaldo. Staðan 5-1 og fleiri mörk voru ekki skoruð þær 35 mínútur sem lifðu leiks. Madridingar léku án Portúgalans Pepe og Þjóðverjans Mesut Özil auk þess sem Jose Mourinho sat uppi í stúku. Það hafði engin áhrif á leik liðsins nema ef vera skyldi til góðs. Madridingar hafa sex stiga forskot á Barcelona á toppi deildarinnar eftir sigurinn.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona vann mikilvægan sigur á Mallorca Lionel Messi var í aðalhlutverki að vanda í 2-0 útisigri Barcelona á Mallorca í dag. Börsungar spiluðu stóran hluta seinni hálfleiks manni færri. 24. mars 2012 00:01 Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. 24. mars 2012 13:15 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Barcelona vann mikilvægan sigur á Mallorca Lionel Messi var í aðalhlutverki að vanda í 2-0 útisigri Barcelona á Mallorca í dag. Börsungar spiluðu stóran hluta seinni hálfleiks manni færri. 24. mars 2012 00:01
Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. 24. mars 2012 13:15