Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán 8. mars 2012 16:18 Marcin Tomsz Lech nokkrum mínútum eftir að dómur var kveðinn upp. Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. Marcin lýsti því hvernig mennirnir ætluðu að fremja ránið um nótt. Það breyttist þó. Meðal annars vegna þess að félagar hans voru gripnir við að stela bíl föstudeginum fyrir ránið, en það var framið á mánudeginum 17. október. Mennirnir ákváðu degi áður að ræna búðina. Frank Úlfar Michelsen, eigandi verslunarinnar, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan morgun skömmu eftir opnun. Hann kvaðst hafa setið við vinnuborð klukkan 17 mínútur yfir tíu þegar hann hafi orðið var við skugga koma mjög snöggt inn og þegar hann hafi litið upp hefði hann horft beint inn í byssuhlaup og séð grímuklæddan mann sem hefði öskrað „get down, get down". Frank kvaðst þá hafa sagt við starfsfólkið að það skyldi gera það sem maðurinn segði og hefðu þau lagst niður. Maðurinn hefði staðið yfir sér með byssuna og öskrað en síðan kvaðst hann hafa heyrt mikil brothljóð og séð út undan sér fleiri skugga sem voru að athafna sig frammi í versluninni. Frank kvað þetta hafa staðið yfir í um 50 sekúndur en þær hefðu virst sem heil eilífð. Þá hefðu mennirnir hlaupið út. Meðan á þessu stóð og þau lágu í gólfinu kvaðst hann hafa heyrt skothvell og þá talið að maðurinn væri að skjóta eitthvert þeirra. Eftir vel heppnað rán gengisins fóru mennirnir hver sína leið. Síðar hittust þeir á hóteli þar sem þeir pökkuðu úrunum inn. Að lokum fóru þeir saman í sund í Kópavoginum. Nokkrum dögum síðar var Marcin handtekinn með þýfið. Auk þess að þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm hér á landi þarf Marcin að greiða VÍS 14 milljónir króna. Lögreglan náði að haldleggja þýfið áður en Marcin kom því út úr landi, en andvirði þess hljóp á 50 til 70 milljónum. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. Marcin lýsti því hvernig mennirnir ætluðu að fremja ránið um nótt. Það breyttist þó. Meðal annars vegna þess að félagar hans voru gripnir við að stela bíl föstudeginum fyrir ránið, en það var framið á mánudeginum 17. október. Mennirnir ákváðu degi áður að ræna búðina. Frank Úlfar Michelsen, eigandi verslunarinnar, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan morgun skömmu eftir opnun. Hann kvaðst hafa setið við vinnuborð klukkan 17 mínútur yfir tíu þegar hann hafi orðið var við skugga koma mjög snöggt inn og þegar hann hafi litið upp hefði hann horft beint inn í byssuhlaup og séð grímuklæddan mann sem hefði öskrað „get down, get down". Frank kvaðst þá hafa sagt við starfsfólkið að það skyldi gera það sem maðurinn segði og hefðu þau lagst niður. Maðurinn hefði staðið yfir sér með byssuna og öskrað en síðan kvaðst hann hafa heyrt mikil brothljóð og séð út undan sér fleiri skugga sem voru að athafna sig frammi í versluninni. Frank kvað þetta hafa staðið yfir í um 50 sekúndur en þær hefðu virst sem heil eilífð. Þá hefðu mennirnir hlaupið út. Meðan á þessu stóð og þau lágu í gólfinu kvaðst hann hafa heyrt skothvell og þá talið að maðurinn væri að skjóta eitthvert þeirra. Eftir vel heppnað rán gengisins fóru mennirnir hver sína leið. Síðar hittust þeir á hóteli þar sem þeir pökkuðu úrunum inn. Að lokum fóru þeir saman í sund í Kópavoginum. Nokkrum dögum síðar var Marcin handtekinn með þýfið. Auk þess að þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm hér á landi þarf Marcin að greiða VÍS 14 milljónir króna. Lögreglan náði að haldleggja þýfið áður en Marcin kom því út úr landi, en andvirði þess hljóp á 50 til 70 milljónum.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43