Batnandi útlit í Eyjafjarðará Af Vötn og Veiði skrifar 20. febrúar 2012 14:24 Mynd af www.votnogveidi.is Stangaveiðimenn hafa eflaust flestir síðustu árin fylgst með niðursveiflu Eyjafjarðarár, a.m.k. með öðru eyranu eða auganu. Þessi fyrrum besta sjóbleikjuá landsins fór í hraða dýfu, svo mikla að hún var um tíma friðuð og sett í „gjörgæslu". En nú virðast tímar vera bjartari. Frá þessu er greint í nýrri úttekt á vefsíðu Veiðimálastofnunnar þar sem teknar eru saman rannsóknir á fiskistofnum árinnar síðustu árin. Eftir stóru uppgangsárin hrundi allt saman hratt. VMSt leiðir að því getum að sú dýfa kunni að stafa af hlýnun í gegnum árin, en augljóslega hefur slíkt mikil áhrif á lífríki vatnakerfa og þarfir hinna ýmsu tegunda eru ólíkar. Þó að það sé ekki nefnt sérstaklega þá hafa einnig margir orðið til að nefna að ofveiði kunni að hafa verið á efstu veiðisvæðum árinnar, ekki hvað síst með aukinni notkun á andstreymisveiði sem virðist geta mokað fiski upp viðstöðulítið séu skilyrði til þess fyrir hendi. Mikið var veitt af stóru hrygningarbleikjunni á efstu svæðunum á umræddum toppárum. Meira á https://www.votnogveidi.is/fraedsla/visindi/nr/4139 Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði
Stangaveiðimenn hafa eflaust flestir síðustu árin fylgst með niðursveiflu Eyjafjarðarár, a.m.k. með öðru eyranu eða auganu. Þessi fyrrum besta sjóbleikjuá landsins fór í hraða dýfu, svo mikla að hún var um tíma friðuð og sett í „gjörgæslu". En nú virðast tímar vera bjartari. Frá þessu er greint í nýrri úttekt á vefsíðu Veiðimálastofnunnar þar sem teknar eru saman rannsóknir á fiskistofnum árinnar síðustu árin. Eftir stóru uppgangsárin hrundi allt saman hratt. VMSt leiðir að því getum að sú dýfa kunni að stafa af hlýnun í gegnum árin, en augljóslega hefur slíkt mikil áhrif á lífríki vatnakerfa og þarfir hinna ýmsu tegunda eru ólíkar. Þó að það sé ekki nefnt sérstaklega þá hafa einnig margir orðið til að nefna að ofveiði kunni að hafa verið á efstu veiðisvæðum árinnar, ekki hvað síst með aukinni notkun á andstreymisveiði sem virðist geta mokað fiski upp viðstöðulítið séu skilyrði til þess fyrir hendi. Mikið var veitt af stóru hrygningarbleikjunni á efstu svæðunum á umræddum toppárum. Meira á https://www.votnogveidi.is/fraedsla/visindi/nr/4139
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði