Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 20:00 Dani Alves fagnaði marki sínu vel í kvöld. Nordic Photos / Getty Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira