Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið Karl Lúðvíksson skrifar 14. febrúar 2012 12:09 Ármann Jón Garðarsson með 70 sm birting úr opnun Varmár 2009 Mynd af www.svfr.is Það eru eflaust margir veiðimenn farnir að kíkja á græjurnar og sjá hvernig vetrardvöl í geymslunni hefur farið með þær. Núna eru rétt rúymar 6 vikur í að veiðin hefjist og eins og venjulega má reikna með fyrstu fréttunum úr Varmá strax um hádegisbil ef veður og veiði er í lagi. SVFR verður með leyfin í ánna í sumar og það er nú svo að besta veiðin er fyrstu dagana en þá hefur fiskurinn ekki séð neitt líflegt í ánni mánuðum saman og stekkur gjarnan á það fyrsta sem hann sér. Litríkar flugur gefa oft vel á þessum tíma. En málið með Varmá er að það gengur oft mikið af fiski upp í hana þó það sé breytilegt á milli ára. Og þetta er líklega eina áin þar sem þú getur átt von á að setja í sjóbirting, urriða, sjóbleikju, bleikju, lax, ál og jafnvel regnbogasilung. Ef áin er í sæmilegu vatni er svæðið fyrir ofan brú og uppá dal mjög skemmtilegt þegar líður aðeins á sumarið svo ég tali nú ekki um á haustinn. Þetta er á sem hefur oft munað fífil sinn fegri, en hún var um tíma gífurlega eftirsótt veiðiá en eftir klórslysið um árið reiknuðu menn ekki með því að hún næði sér nokkurn tímann aftur á strik. En náttúrann gefur sér bara tíma. Veiði hefur glæðst aftur og von er til að áin nái fljótlega aftur fyrri frægð, og þá er gaman við bakkann! Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði
Það eru eflaust margir veiðimenn farnir að kíkja á græjurnar og sjá hvernig vetrardvöl í geymslunni hefur farið með þær. Núna eru rétt rúymar 6 vikur í að veiðin hefjist og eins og venjulega má reikna með fyrstu fréttunum úr Varmá strax um hádegisbil ef veður og veiði er í lagi. SVFR verður með leyfin í ánna í sumar og það er nú svo að besta veiðin er fyrstu dagana en þá hefur fiskurinn ekki séð neitt líflegt í ánni mánuðum saman og stekkur gjarnan á það fyrsta sem hann sér. Litríkar flugur gefa oft vel á þessum tíma. En málið með Varmá er að það gengur oft mikið af fiski upp í hana þó það sé breytilegt á milli ára. Og þetta er líklega eina áin þar sem þú getur átt von á að setja í sjóbirting, urriða, sjóbleikju, bleikju, lax, ál og jafnvel regnbogasilung. Ef áin er í sæmilegu vatni er svæðið fyrir ofan brú og uppá dal mjög skemmtilegt þegar líður aðeins á sumarið svo ég tali nú ekki um á haustinn. Þetta er á sem hefur oft munað fífil sinn fegri, en hún var um tíma gífurlega eftirsótt veiðiá en eftir klórslysið um árið reiknuðu menn ekki með því að hún næði sér nokkurn tímann aftur á strik. En náttúrann gefur sér bara tíma. Veiði hefur glæðst aftur og von er til að áin nái fljótlega aftur fyrri frægð, og þá er gaman við bakkann!
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá komin í 2000 laxa Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Mús í Urriðamaga Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði