Íslensku hrosshárin slógu í gegn Karl Lúðvíksson skrifar 3. febrúar 2012 09:17 Mynd af www.svfr.is Á dögunum fór fram The Fly Fishing Show í New Jersey. Sýning þessi er ein stærsta sýning um fluguveiði í heiminum og fer fram á ólíkum tíma á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Sýningin hefur ferðast um Bandaríkin í meira en 20 ár og þar koma saman framleiðendur fluguveiðivara, söluaðilar veiðileyfa um allan heim og fluguhnýtarar. Að þessu sinni var Sigurði Héðni "Haugi" boðið að koma á sýninguna og hnýta sínar flugur og sýna. Ekki er vitað til þess að íslenskum hnýtara hafi verið boðið á þessa sýningu áður. Sigurður var í góðum hópi um 60 hnýtara og hans flugum var ákaflega vel tekið. Á sýningunni kynnti Sigurður einnig efni í hnýtingar eða hár af íslenska hestinum. Hárið kemur af folöldum og selur Sigurður það undir nafninu Arctic Runner. Nýtt efni í hnýtingar vekur ávallt athygli og fékk efnið, sem Sigurður hefur verið með í vöruþróun í nokkur ár, mjög góðar viðtökur. Efnið fæst í íslenskum veiðivöruverslunum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Á dögunum fór fram The Fly Fishing Show í New Jersey. Sýning þessi er ein stærsta sýning um fluguveiði í heiminum og fer fram á ólíkum tíma á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Sýningin hefur ferðast um Bandaríkin í meira en 20 ár og þar koma saman framleiðendur fluguveiðivara, söluaðilar veiðileyfa um allan heim og fluguhnýtarar. Að þessu sinni var Sigurði Héðni "Haugi" boðið að koma á sýninguna og hnýta sínar flugur og sýna. Ekki er vitað til þess að íslenskum hnýtara hafi verið boðið á þessa sýningu áður. Sigurður var í góðum hópi um 60 hnýtara og hans flugum var ákaflega vel tekið. Á sýningunni kynnti Sigurður einnig efni í hnýtingar eða hár af íslenska hestinum. Hárið kemur af folöldum og selur Sigurður það undir nafninu Arctic Runner. Nýtt efni í hnýtingar vekur ávallt athygli og fékk efnið, sem Sigurður hefur verið með í vöruþróun í nokkur ár, mjög góðar viðtökur. Efnið fæst í íslenskum veiðivöruverslunum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði