Barcelona sló út Real Madrid | 2-2 jafntefli í frábærum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2012 22:57 Dani Alves skoraði frábært mark í kvöld. Mynd/AP Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku. Barcelona komst í 2-0 og allt stefndi í öruggan sigur en Real Madrid kom til baka í seinni hálfleik en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði komið liðinu áfram. Real Madrid hefur því ekki náð að vinna Barcelona á þessu tímabili en liðin voru að mætast í fimmta sinn. Barcelona hefur unnið þrjá leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Gonzalo Higuain fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleiknum og var síðan refsað fyrir það skömmu fyrir leikhlé. Barcelona skoraði tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins og Barca var því komið í 4-1 samanlagt. Pedro Rodriguez skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir sendingu Lionel Messi og það seinna gerði Dani Alves með frábæru skoti af 30 metra færi. Mark Dani Alves hafði komið í kjölfarið á aukaspyrnu sem var dæmt fyrir gróft brot Lassana Diarra á Lionel Messi. Xavi skaut í vegginn úr aukaspyrnunni og Dani Alves afgreiddi frákastið í markið. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 á 68. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Mezut Özil og labbað framhjá Carlos Puyol. Varamaðurinn Karim Benzema jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir að hafa fengið langa sendingu frá José Callejón. Þarna var því komin óvænt spenna í leikinn því Real Madrid þurfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Sergi Busquets á 89. mínútu og Real Madrid var vþí manni færri á lokamínútunum. Real Madrid tókst ekki að skora þriðja markið og Barcelona fagnaði sæti í undanúrslitunum. Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku. Barcelona komst í 2-0 og allt stefndi í öruggan sigur en Real Madrid kom til baka í seinni hálfleik en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði komið liðinu áfram. Real Madrid hefur því ekki náð að vinna Barcelona á þessu tímabili en liðin voru að mætast í fimmta sinn. Barcelona hefur unnið þrjá leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Gonzalo Higuain fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleiknum og var síðan refsað fyrir það skömmu fyrir leikhlé. Barcelona skoraði tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins og Barca var því komið í 4-1 samanlagt. Pedro Rodriguez skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir sendingu Lionel Messi og það seinna gerði Dani Alves með frábæru skoti af 30 metra færi. Mark Dani Alves hafði komið í kjölfarið á aukaspyrnu sem var dæmt fyrir gróft brot Lassana Diarra á Lionel Messi. Xavi skaut í vegginn úr aukaspyrnunni og Dani Alves afgreiddi frákastið í markið. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 á 68. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Mezut Özil og labbað framhjá Carlos Puyol. Varamaðurinn Karim Benzema jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir að hafa fengið langa sendingu frá José Callejón. Þarna var því komin óvænt spenna í leikinn því Real Madrid þurfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Sergi Busquets á 89. mínútu og Real Madrid var vþí manni færri á lokamínútunum. Real Madrid tókst ekki að skora þriðja markið og Barcelona fagnaði sæti í undanúrslitunum.
Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira