Þjálfari Gylfa fær langtímasamning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2011 12:15 Marco Pezzaiuoli. Nordic Photos / Bongarts Marco Pezzaiuoli verður áfram þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim en hann skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Pezzaiuoli tók við sem knattspyrnustjóri eftir að Ralf Rangnick hætti í síðasta mánuði. Það var Rangnick sem keypti Gylfa til félagsins frá Reading í Englandi en hann var búinn að vera stjóri liðsins í fjögur og hálft ár. Pezzaiuoli var áður aðstoðarþjálfari Rangnick en við því starfi tók hann í sumar. Síðan hann tók við sem aðalþjálfari hefur Hoffenheim átt misjöfnu gengi að fagna. Liðið tapaði fyrir Energie Cottbus í þýsku bikarkeppninni og lék þrjá leiki í röð án þess að sigra þar til að liðið vann 1-0 sigur á Schalke um síðustu helgi. Gylfi Þór hefur ekki verið í byrjunarliði Hoffenheim í deildarleik síðan að Pezzaiuoli tók við en hann kom inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum. Gylfi hefur reyndar misst af leik vegna veikinda. Pezzaiuoli hóf feril sinn sem leikmaður í neðri deildum Þýskalands en ákvað að hætta vegna þrálátra meiðsla ungur að aldri. Hann hóf þjálfaraferil sinn aðeins 23 ára gamall hjá Karlsruher SC. Fyrst sem þjálfari unglingaliða en hann var einnig um tíma aðstoðarþjálfari Joachim Löw, núverandi landsliðsþjálfara Þýskalands, hjá félaginu. Pezzaiuoli starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá liði Suwon í Suður-Kóreu í þrjú ár en hóf svo störf hjá þýska knattspyrnusambandinu árið 2007 og þjálfaði þar yngri landslið til ársins 2010. Hann var svo ráðinn til Hoffenheim síðastliðið sumar og verður nú knattspyrnustjóri liðsins til loka tímabilsins 2014. Pezzaiuoli 43 ára gamall. Þess má geta að faðir Pezzaiuoli er ítalskur en móðir hans frá Hollandi. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Marco Pezzaiuoli verður áfram þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim en hann skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Pezzaiuoli tók við sem knattspyrnustjóri eftir að Ralf Rangnick hætti í síðasta mánuði. Það var Rangnick sem keypti Gylfa til félagsins frá Reading í Englandi en hann var búinn að vera stjóri liðsins í fjögur og hálft ár. Pezzaiuoli var áður aðstoðarþjálfari Rangnick en við því starfi tók hann í sumar. Síðan hann tók við sem aðalþjálfari hefur Hoffenheim átt misjöfnu gengi að fagna. Liðið tapaði fyrir Energie Cottbus í þýsku bikarkeppninni og lék þrjá leiki í röð án þess að sigra þar til að liðið vann 1-0 sigur á Schalke um síðustu helgi. Gylfi Þór hefur ekki verið í byrjunarliði Hoffenheim í deildarleik síðan að Pezzaiuoli tók við en hann kom inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum. Gylfi hefur reyndar misst af leik vegna veikinda. Pezzaiuoli hóf feril sinn sem leikmaður í neðri deildum Þýskalands en ákvað að hætta vegna þrálátra meiðsla ungur að aldri. Hann hóf þjálfaraferil sinn aðeins 23 ára gamall hjá Karlsruher SC. Fyrst sem þjálfari unglingaliða en hann var einnig um tíma aðstoðarþjálfari Joachim Löw, núverandi landsliðsþjálfara Þýskalands, hjá félaginu. Pezzaiuoli starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá liði Suwon í Suður-Kóreu í þrjú ár en hóf svo störf hjá þýska knattspyrnusambandinu árið 2007 og þjálfaði þar yngri landslið til ársins 2010. Hann var svo ráðinn til Hoffenheim síðastliðið sumar og verður nú knattspyrnustjóri liðsins til loka tímabilsins 2014. Pezzaiuoli 43 ára gamall. Þess má geta að faðir Pezzaiuoli er ítalskur en móðir hans frá Hollandi. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi.
Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira