Vopnabúrið í hóp bestu verslana heims 9. janúar 2011 13:00 Verslun Sruli Recht, Vopnabúrið, var valin ein af tíu athyglisverðustu verslunum síðasta árs af Wallpaper. Fréttablaðið/Stefán Tímaritið Wallpaper hefur valið Vopnabúrið, hönnunarverslun í eigu vöruhönnuðarins Sruli Recht, á meðal tíu athyglisverðustu verslana heims árið 2010. Vopnabúrið er þar með komið í hóp verslana á borð við Hermès í New York. Í greininni um Vopnabúrið segir meðal annars að bæði útlit og innihald verslunarinnar sannar í eitt skiptið fyrir öll að tómir bankareikningar hefti ekki sköpunargleðina sem ríkir á Íslandi. Sruli segist að vonum ánægður með umfjöllunina en á meðal þeirra verslana sem nefndar voru má nefna Hermés í New York, Comme des Garçons í Hong Kong og verslun Stella McCartney í Mílanó. „Þetta er frábært. Búðin er lítil og úr alfaraleið, meira að segja hér í Reykjavík, þannig það er frábært að fá umfjöllun í svo stóru alþjóðlegu blaði," segir Sruli og bætir við: „Þetta kemur manni samt alltaf jafn mikið á óvart og ég held að það sé bara gott." Sruli segist hafa komist að þessu með aðstoð Google leitarvélina, en hún bendir honum á þegar fréttir um verslunina rata á Netið. Aðspurður segir Sruli alla umfjöllun hjálpa og viðurkennir að mikið hafi verið fjallað um Vopnabúrið allt frá því verslunin opnaði. „Öll umfjöllun hjálpar. Líka þessi grein," segir hann og hlær. - sm Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Tímaritið Wallpaper hefur valið Vopnabúrið, hönnunarverslun í eigu vöruhönnuðarins Sruli Recht, á meðal tíu athyglisverðustu verslana heims árið 2010. Vopnabúrið er þar með komið í hóp verslana á borð við Hermès í New York. Í greininni um Vopnabúrið segir meðal annars að bæði útlit og innihald verslunarinnar sannar í eitt skiptið fyrir öll að tómir bankareikningar hefti ekki sköpunargleðina sem ríkir á Íslandi. Sruli segist að vonum ánægður með umfjöllunina en á meðal þeirra verslana sem nefndar voru má nefna Hermés í New York, Comme des Garçons í Hong Kong og verslun Stella McCartney í Mílanó. „Þetta er frábært. Búðin er lítil og úr alfaraleið, meira að segja hér í Reykjavík, þannig það er frábært að fá umfjöllun í svo stóru alþjóðlegu blaði," segir Sruli og bætir við: „Þetta kemur manni samt alltaf jafn mikið á óvart og ég held að það sé bara gott." Sruli segist hafa komist að þessu með aðstoð Google leitarvélina, en hún bendir honum á þegar fréttir um verslunina rata á Netið. Aðspurður segir Sruli alla umfjöllun hjálpa og viðurkennir að mikið hafi verið fjallað um Vopnabúrið allt frá því verslunin opnaði. „Öll umfjöllun hjálpar. Líka þessi grein," segir hann og hlær. - sm
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira