Gylfi Þór: Sprakk út eftir stjóraskiptin í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2011 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Hoffenheim. Mynd/Nordic Photos/Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson lenti í því annað árið í röð að lið hans skipti um þjálfara um leið og hann var búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann raðaði inn mörkum eftir stjóraskipti Reading á síðustu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson fékk aðeins að byrja fjóra af þrettán fyrstu deildarleikjunum undir stjórn Ralf Rangnick hjá Hoffenheim en var loksins búinn að vinna sér fast sæti og traust þjálfarans þegar Rangnick ákvað að hætta um helgina. Gylfi mætti út til Þýskalands eftir jólafrí heim á Íslandi og á fundi með leikmönnum liðsins var tilkynnt að hinn 42 ára gamli aðstoðarþjálfari liðsins, Marco Pezzaiuoli, væri tekinn við. „Maður mætti bara á fund í morgun og þar var sagt við mig að það væri kominn nýr þjálfari. Maður eiginlega trúði því varla því ég bjóst ekki við því þegar ég fór í jólafrí að það yrði kominn nýr þjálfari þegar ég kæmi til baka," sagði Gylfi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/Bongarts„Það tók sinn tíma að koma sér almennilega inn í þetta en ég var byrjaður að fá það á tilfinninguna rétt fyrir jól að ég myndi fá að spila miklu meira eftir áramót. Ég var búinn að spila þrjá leiki í röð og það var búið að ganga vel. Maður var farinn að hlakka til að koma aftur út og fara að spila en svo veit maður ekkert hvað gerist núna fyrst það er kominn nýr þjálfari. Maðurinn sem keypti mig er allavega farinn," sagði Gylfi en hann skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum undir stjórn Rangnick. Gylfi segir sig og leikmennina þekkja nýja þjálfarann vel. „Hann hefur tekið æfingar á síðustu mánuðum þannig að hann þekkir liðið mjög vel. Ég býst ekki við að hann eigi eftir að breyta mjög miklu en hann kemur kannski með sínar hugmyndir inn í þetta. Vonandi heldur hann svipuðu liði og vonandi spilum við svipaðan bolta því það er búið að ganga ágætlega þrátt fyrir að við höfum verið að gera of mörg jafntefli," segir Gylfi. „Ég hef mínar hugmyndir um af hverju Rangnick fór þótt ég hafi ekki skilið allt á fundinum. Það getur verið hvað sem er, úrslitin í síðustu leikjum, að Luiz Gustavo hafi verið seldur til Bayern eða eitthvað annað. Ég er ekki alveg með það á hreinu af hverju hann fór og vil ekki vera að tala um eitthvað þar sem ég veit ekki alla söguna," segir Gylfi, sem segir það hafa ekki hjálpað til að fylgjast með gangi máli að hann týndi ferðatöskunni sinni með tölvunni innanborðs á leiðinni til Þýskalands.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/BongartsGylfi þarf reyndar strax að pakka aftur niður í tösku því Hoffenheim er á leiðinni í æfingabúðir til Spánar. „Það verður góð ferð til Spánar á morgun (í dag) og maður verður bara að standa sig þar. Vonandi hefur hann séð það í síðustu leikjum að það hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið að spila og gefur mér tækifærið aftur. Það er snjór hérna og það er hlýrra og betra að æfa á Spáni í fimm til sjö daga. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leikinn okkar sem er á móti Werder Bremen á útivelli," segir Gylfi en hann lenti einnig í því á síðasta tímabili að fá nýjan þjálfara á síðasta tímabili þegar hann var hjá enska liðinu Reading. „Það þýðir ekkert annað en að líta jákvæðum augum á þessar breytingar. Þetta gerðist líka í fyrra þegar ég var hjá Reading. Ég var nýbyrjaður að spila þegar það kom nýr þjálfari inn. Þá tók varaliðsþjálfarinn við þannig að þetta hefur alveg gerst áður hjá mér. Maður verður bara að halda áfram að spila fótbolta," segir Gylfi en hann skorað 12 mörk í 22 deildarleikjum eftir að Brian McDermott tók við liði Reading á síðustu leiktíð. „Það gekk ágætlega eftir að hann kom inn og vonandi verður þetta svipað núna," sagði Gylfi að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lenti í því annað árið í röð að lið hans skipti um þjálfara um leið og hann var búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann raðaði inn mörkum eftir stjóraskipti Reading á síðustu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson fékk aðeins að byrja fjóra af þrettán fyrstu deildarleikjunum undir stjórn Ralf Rangnick hjá Hoffenheim en var loksins búinn að vinna sér fast sæti og traust þjálfarans þegar Rangnick ákvað að hætta um helgina. Gylfi mætti út til Þýskalands eftir jólafrí heim á Íslandi og á fundi með leikmönnum liðsins var tilkynnt að hinn 42 ára gamli aðstoðarþjálfari liðsins, Marco Pezzaiuoli, væri tekinn við. „Maður mætti bara á fund í morgun og þar var sagt við mig að það væri kominn nýr þjálfari. Maður eiginlega trúði því varla því ég bjóst ekki við því þegar ég fór í jólafrí að það yrði kominn nýr þjálfari þegar ég kæmi til baka," sagði Gylfi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/Bongarts„Það tók sinn tíma að koma sér almennilega inn í þetta en ég var byrjaður að fá það á tilfinninguna rétt fyrir jól að ég myndi fá að spila miklu meira eftir áramót. Ég var búinn að spila þrjá leiki í röð og það var búið að ganga vel. Maður var farinn að hlakka til að koma aftur út og fara að spila en svo veit maður ekkert hvað gerist núna fyrst það er kominn nýr þjálfari. Maðurinn sem keypti mig er allavega farinn," sagði Gylfi en hann skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum undir stjórn Rangnick. Gylfi segir sig og leikmennina þekkja nýja þjálfarann vel. „Hann hefur tekið æfingar á síðustu mánuðum þannig að hann þekkir liðið mjög vel. Ég býst ekki við að hann eigi eftir að breyta mjög miklu en hann kemur kannski með sínar hugmyndir inn í þetta. Vonandi heldur hann svipuðu liði og vonandi spilum við svipaðan bolta því það er búið að ganga ágætlega þrátt fyrir að við höfum verið að gera of mörg jafntefli," segir Gylfi. „Ég hef mínar hugmyndir um af hverju Rangnick fór þótt ég hafi ekki skilið allt á fundinum. Það getur verið hvað sem er, úrslitin í síðustu leikjum, að Luiz Gustavo hafi verið seldur til Bayern eða eitthvað annað. Ég er ekki alveg með það á hreinu af hverju hann fór og vil ekki vera að tala um eitthvað þar sem ég veit ekki alla söguna," segir Gylfi, sem segir það hafa ekki hjálpað til að fylgjast með gangi máli að hann týndi ferðatöskunni sinni með tölvunni innanborðs á leiðinni til Þýskalands.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/BongartsGylfi þarf reyndar strax að pakka aftur niður í tösku því Hoffenheim er á leiðinni í æfingabúðir til Spánar. „Það verður góð ferð til Spánar á morgun (í dag) og maður verður bara að standa sig þar. Vonandi hefur hann séð það í síðustu leikjum að það hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið að spila og gefur mér tækifærið aftur. Það er snjór hérna og það er hlýrra og betra að æfa á Spáni í fimm til sjö daga. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leikinn okkar sem er á móti Werder Bremen á útivelli," segir Gylfi en hann lenti einnig í því á síðasta tímabili að fá nýjan þjálfara á síðasta tímabili þegar hann var hjá enska liðinu Reading. „Það þýðir ekkert annað en að líta jákvæðum augum á þessar breytingar. Þetta gerðist líka í fyrra þegar ég var hjá Reading. Ég var nýbyrjaður að spila þegar það kom nýr þjálfari inn. Þá tók varaliðsþjálfarinn við þannig að þetta hefur alveg gerst áður hjá mér. Maður verður bara að halda áfram að spila fótbolta," segir Gylfi en hann skorað 12 mörk í 22 deildarleikjum eftir að Brian McDermott tók við liði Reading á síðustu leiktíð. „Það gekk ágætlega eftir að hann kom inn og vonandi verður þetta svipað núna," sagði Gylfi að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira