Helicopter: Föt með notagildi 23. janúar 2011 06:00 Helga Lilja hannar undir heitinu Helicopter. Fréttablaðið/Valli Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira