Íslenskur arkitekt þéttir danska byggð 29. desember 2011 06:30 Tölvugerð Framtíðarsýn Svona gæti orðið umhorfs í Ny Blovsrød í Allerød þegar unnið hefur verið úr vinningstillögunni í Europan11-samkeppninni. Mynd/ME904 Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerød standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tækifæri. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tvímælalaust dyr víða," segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem samsvarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna," segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönnum sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." Í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og markmið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð," segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönnun varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálfgerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljanakenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. olikr@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerød standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tækifæri. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tvímælalaust dyr víða," segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem samsvarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna," segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönnum sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." Í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og markmið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð," segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönnun varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálfgerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljanakenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. olikr@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30