Gaskútar geta valdið slysahættu í frosti 28. desember 2011 06:00 Gaskútur Mikilvægt er að breiða yfir gaskúta sem geymdir eru utandyra í frostinu. Annars er hætta á að vatn smjúgi inn í þrýstiminnkarann í gaskútnum og frjósi, sem getur eyðilagt þrýstiminnkarann.Fréttablaðið/Pjetur „Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent