Fá ekki þyrlupall hjá skemmtiferðaskipum 14. desember 2011 06:00 Guðmundur ingi Jónsson „Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira