Spaðarnir þeyttust af vindmyllu í Belgsholti 3. desember 2011 09:00 Vindmyllan í Belgsholti Haraldur Magnússon í Belgsholti kveðst lengi hafa haft áhuga á að beisla vindorkuna og loks hafa keypt þessa vindmyllu frá Svíþjóð og sett hana upp í sumar. Myndin er frá því að verið var að reisa mylluna.Mynd/Hannevind „Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerðist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spaðanna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastrinu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á einhverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er framleidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smábilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
„Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerðist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spaðanna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastrinu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á einhverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er framleidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smábilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira