Deilt innan beggja flokka um ráðherra - Fréttaskýring 3. desember 2011 05:00 eftir kosningar Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna. Menn hafa komið og farið og jafnvel komið aftur og ráðuneyti hafa verið sameinuð undir einn hatt.fréttablaðið/vilhelm Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira