Stóra spurningin er hvort verðtrygging auki óstöðugleika 2. desember 2011 04:00 Helgi hjörvar Helgi leggur áherslu á að menn nálgist þá samráðsvinnu sem er að fara af stað með opnum huga og reyni að sætta ólík sjónarmið.Fréttablaðið/valli Það er óhætt að segja að verðtrygging lána hafi verið á milli tannanna á landsmönnum síðustu ár. Ekki síst í kjölfar gengisfalls íslensku krónunnar eftir bankahrunið haustið 2008 sem olli miklum hækkunum á höfuðstóli verðtryggðra lána. Hefur verið talað um „stökkbreytingu“ lána og forsendubrest í þessu samhengi. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykktu í síðustu viku bókun sem kveður á um að undirbúin verði þverpólitísk aðgerðaáætlun um minnkað vægi verðtryggingar á íslenskum fjármálamarkaði. Stefnt er að því að umrædd áætlun verði lögð fram sem þingmál fyrir 15. febrúar næstkomandi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Fréttablaðið ræddi við Helga í vikunni um verðtrygginguna, hvort skynsamlegt sé að draga úr vægi hennar og þá hvernig. Nauðsynlegt að fara yfir skipulag efnahagsmála „Það sem þessi bókun þýðir er að fulltrúar allra flokka telja það vera mikilvægt verkefni að draga úr verðtryggingunni,“ segir Helgi Hjörvar, aðspurður hvaða ályktanir mega draga af bókun nefndarinnar. „Það er að ég held nauðsynlegt að skoða verðtrygginguna rétt eins og aðra lykilþætti í skipulagi okkar efnahagsmála nú eftir hrun. Sérstaklega er að mínu viti tilefni til að fara vel yfir þá þætti sem eru með afgerandi öðrum hætti á Íslandi en almennt gerist í hagkerfum heimsins. Verðtryggingin er vissulega ekkert einsdæmi hér á landi en vægi hennar er mun meira hér en gerist víðast hvar.“ Helgi telur það vera gríðarlega mikilvægt að náðst hafi samstaða innan efnahags- og viðskiptanefndar um að stíga þetta skref. Það þýði þó ekki að allir séu á nákvæmlega sömu línu. „Ég geri ráð fyrir því að í þeirri vinnu sem er fram undan verði ólík sjónarmið uppi um hversu langt eigi að ganga. Fyrst og fremst munum við líta til verðtryggingar neytendalána, þar með talinna húsnæðislána, og umhverfi þeirra. Sumir vilja að ég held afnema verðtrygginguna algjörlega gagnvart einstaklingum á meðan aðrir hafa ekki sannfæringu fyrir því að það eigi beinlínis að banna hana. En það er auðvitað verkefni okkar; að reyna að sætta þessi ólíku sjónarmið. Síðan munum við kalla eftir áliti sérfræðinga og viðhorfum ýmissa aðila í samfélaginu,“ segir Helgi. Þá leggur Helgi áherslu á að farið verði í þessa vinnu með opnum huga og að ekkert verði útilokað. „Mér finnst rétt að fara inn í þessar samræður með opinn huga og tel það vænlegast til að menn geti náð saman í þessu máli. Þess vegna vil ég helst ekki nú í upphafi þessarar samráðsvinnu flokkanna úttala mig um mín persónulegu viðhorf til verðtryggingarinnar. Ég auðvitað fel þau heldur ekki og ég get sagt að ég vil heldur ganga lengra en skemmra, en eins og ég segi þá held ég að menn eigi ekki að útiloka neitt fyrirfram,“ segir Helgi en bætir við að hann telji verkefni nefndarinnar vera að einfalda og straumlínulaga kerfið fremur en að auka flækjustigið í því eins og myndi gerast ef farið yrði eftir sumum þeirra tillagna sem komið hafa fram. Lykilatriðið að ná stöðugleikaEn hvað er það nákvæmlega við verðtrygginguna sem gefur tilefni til slíkrar endurskoðunar? „Það eru að ég held margar ástæður fyrir því af hverju stuðningur við að taka verðtrygginguna til endurskoðunar hefur aukist í öllum stjórnmálaflokkum. Það má nefna að menn hafa haft af því miklar áhyggjur að víðtæk verðtrygging takmarki miðlunaráhrif peningamálastefnunnar, það er, áhrif stýrivaxta,“ segir Helgi og heldur áfram: „Verðtryggingin stuðlar einnig að því að fólk getur skuldsett sig meira en ella. Þetta kom til dæmis fram á fundi okkar í nefndinni með peningastefnunefnd Seðlabankans nýverið. Og það þurfum við að ræða vandlega held ég bæði út frá eigin reynslu og reynslu annarra þjóða. Er það endilega æskilegt að vera með kerfi sem stuðlar að hámarksskuldsetningu.“ Helgi nefnir einnig að verðtryggingin dragi úr kostnaðarvitund bæði einstaklinga og stjórnmálamanna. „Það hafa verið færð fyrir því rök að verðtryggingin valdi því að menn freistist til að kaupa meira en þeir ráða við. Það gerist þar sem sá kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir verðbólgunni er dulinn en menn þurfa að horfast í augu við hann ef um óverðtryggt lán er að ræða. Með öðrum orðum er verðtryggingin neysluhvetjandi, og við þurfum að skoða það,“ segir Helgi og bætir við: „Verðtryggingin ýtir líka undir hallarekstur og óábyrga ríkisfjármálastjórn hjá hinu opinbera. Verðtryggingin í raun frestar því að almenningur þurfi að greiða fyrir áhrif efnahagslegrar óstjórnar og það dregur úr aðhaldi hans á stjórnmálamönnum. Þar með ýtir hún undir kröfu um óábyrga stjórn ríkisfjármála. Menn krefjast frekar hallareksturs, ýmiss konar misviturra framkvæmda og svo framvegis, þegar kostnaðurinn við slíka óstjórn birtist ekki nema að litlu leyti fyrst um sinn.“ Þá vill Helgi leggja áherslu á að verðtryggingin sé alls ekki það eina sem skipti máli þegar fjallað sé um hagstjórn á Íslandi. „Það er mjög mikilvægt að undirstrika að þessir gallar verðtryggingarinnar hafa fyrst og fremst verið að leiða fram afleiðingar óstöðugleika. Og það er engan veginn einhver töfralausn að draga úr vægi hennar. Það verður alltaf dýrt að skulda á Íslandi á meðan við höfum ekki tök á efnahagsmálum. Spurningin er því hvort það að draga úr vægi verðtryggingar getur verið hjálplegt við að ná meiri stöðugleika,“ segir Helgi og bætir við í tengslum við þetta að hann telji að til að ná varanlegum árangri í peningamálastjórn sé skynsamlegast að taka upp nýjan öflugan gjaldmiðil þótt ljóst sé að byggt verði á krónunni enn um sinn. Raunverulegir lánavalkostir fagnaðarefniFræðilegar rannsóknir á verðtryggðum lánum benda heldur til þess að slík lán séu hagstæðari en þau óverðtryggðu fyrir lántakendur í verðbólguumhverfi eins og á Íslandi. Því má velta upp þeirri spurningu hvort það séu endilega hagsmunir einstaklinga að draga úr vægi hennar. „Það er ekkert augljóst í þessu samhengi og einmitt þess vegna þurfum við að fara mjög vel yfir þetta. En hér er vert að hafa nokkra hluti í huga. Fyrir það fyrsta, það er alveg rétt að kenningin hefur verið að verðtryggingin annars vegar hjálpi okkur að halda stöðugleika í efnahagslífinu og hins vegar haldi niðri fjármögnunarkostnaði til lengri tíma þar sem fjárfestar muni alltaf krefjast auka áhættuálags á vexti njóti þeir ekki verðtryggingar. Spurningin sem þarf að svara er hins vegar hvort þetta hefur verið veruleikinn á Íslandi. Kenningin og veruleikinn þurfa ekki alltaf að fara saman eins og menn þekkja,“ segir Helgi og heldur áfram: „Það er sannarlega ekki víst að við höfum notið meiri stöðugleika vegna verðtryggingarinnar en ella. Það er í það minnsta ljóst að við höfum notið minni stöðugleika en helstu viðskiptalönd okkar. Og ef menn skoða þá vexti sem nú er verið að bjóða á óverðtryggðum lánum er fjarri því að þeir vextir jafngildi væntri verðbólgu, fimm prósent raunvöxtum og áhættuálagi eins og fræðin segja til um. Þeir eru ekki mikið hærri en svo að þeir haldi í við verðbólguna. Þetta er auðvitað verðlagning til skemmri tíma og menn þurfa að líta til langs tíma en í öllu falli tel ég það vera óvíst að þessi kenning sé rétt.“ Íslensku viðskiptabankarnir hafa nýverið hafið að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán samhliða verðtryggðum. Þá hefur Alþingi samþykkt að veita Íbúðalánsjóði heimild til hins sama. Helgi fagnar því að valkostir lántakenda séu nú fleiri. „Við erum að sjá viðskiptabankanna nú bjóða hvort tveggja, upp á verðtryggð og óverðtryggð lán eins og við í stjórnarmeirihlutanum höfum hvatt til. Óverðtryggð lán hafa áður verið í boði en oft á tíðum voru þeir eiginlega valkostur eingöngu að nafninu til, það er, þau voru verðlögð þannig að þau voru eiginlega ekki í boði. Núna virðist hins vegar komið fram raunverulegt val á milli valkosta og því ber að fagna,“ segir Helgi. Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Það er óhætt að segja að verðtrygging lána hafi verið á milli tannanna á landsmönnum síðustu ár. Ekki síst í kjölfar gengisfalls íslensku krónunnar eftir bankahrunið haustið 2008 sem olli miklum hækkunum á höfuðstóli verðtryggðra lána. Hefur verið talað um „stökkbreytingu“ lána og forsendubrest í þessu samhengi. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykktu í síðustu viku bókun sem kveður á um að undirbúin verði þverpólitísk aðgerðaáætlun um minnkað vægi verðtryggingar á íslenskum fjármálamarkaði. Stefnt er að því að umrædd áætlun verði lögð fram sem þingmál fyrir 15. febrúar næstkomandi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Fréttablaðið ræddi við Helga í vikunni um verðtrygginguna, hvort skynsamlegt sé að draga úr vægi hennar og þá hvernig. Nauðsynlegt að fara yfir skipulag efnahagsmála „Það sem þessi bókun þýðir er að fulltrúar allra flokka telja það vera mikilvægt verkefni að draga úr verðtryggingunni,“ segir Helgi Hjörvar, aðspurður hvaða ályktanir mega draga af bókun nefndarinnar. „Það er að ég held nauðsynlegt að skoða verðtrygginguna rétt eins og aðra lykilþætti í skipulagi okkar efnahagsmála nú eftir hrun. Sérstaklega er að mínu viti tilefni til að fara vel yfir þá þætti sem eru með afgerandi öðrum hætti á Íslandi en almennt gerist í hagkerfum heimsins. Verðtryggingin er vissulega ekkert einsdæmi hér á landi en vægi hennar er mun meira hér en gerist víðast hvar.“ Helgi telur það vera gríðarlega mikilvægt að náðst hafi samstaða innan efnahags- og viðskiptanefndar um að stíga þetta skref. Það þýði þó ekki að allir séu á nákvæmlega sömu línu. „Ég geri ráð fyrir því að í þeirri vinnu sem er fram undan verði ólík sjónarmið uppi um hversu langt eigi að ganga. Fyrst og fremst munum við líta til verðtryggingar neytendalána, þar með talinna húsnæðislána, og umhverfi þeirra. Sumir vilja að ég held afnema verðtrygginguna algjörlega gagnvart einstaklingum á meðan aðrir hafa ekki sannfæringu fyrir því að það eigi beinlínis að banna hana. En það er auðvitað verkefni okkar; að reyna að sætta þessi ólíku sjónarmið. Síðan munum við kalla eftir áliti sérfræðinga og viðhorfum ýmissa aðila í samfélaginu,“ segir Helgi. Þá leggur Helgi áherslu á að farið verði í þessa vinnu með opnum huga og að ekkert verði útilokað. „Mér finnst rétt að fara inn í þessar samræður með opinn huga og tel það vænlegast til að menn geti náð saman í þessu máli. Þess vegna vil ég helst ekki nú í upphafi þessarar samráðsvinnu flokkanna úttala mig um mín persónulegu viðhorf til verðtryggingarinnar. Ég auðvitað fel þau heldur ekki og ég get sagt að ég vil heldur ganga lengra en skemmra, en eins og ég segi þá held ég að menn eigi ekki að útiloka neitt fyrirfram,“ segir Helgi en bætir við að hann telji verkefni nefndarinnar vera að einfalda og straumlínulaga kerfið fremur en að auka flækjustigið í því eins og myndi gerast ef farið yrði eftir sumum þeirra tillagna sem komið hafa fram. Lykilatriðið að ná stöðugleikaEn hvað er það nákvæmlega við verðtrygginguna sem gefur tilefni til slíkrar endurskoðunar? „Það eru að ég held margar ástæður fyrir því af hverju stuðningur við að taka verðtrygginguna til endurskoðunar hefur aukist í öllum stjórnmálaflokkum. Það má nefna að menn hafa haft af því miklar áhyggjur að víðtæk verðtrygging takmarki miðlunaráhrif peningamálastefnunnar, það er, áhrif stýrivaxta,“ segir Helgi og heldur áfram: „Verðtryggingin stuðlar einnig að því að fólk getur skuldsett sig meira en ella. Þetta kom til dæmis fram á fundi okkar í nefndinni með peningastefnunefnd Seðlabankans nýverið. Og það þurfum við að ræða vandlega held ég bæði út frá eigin reynslu og reynslu annarra þjóða. Er það endilega æskilegt að vera með kerfi sem stuðlar að hámarksskuldsetningu.“ Helgi nefnir einnig að verðtryggingin dragi úr kostnaðarvitund bæði einstaklinga og stjórnmálamanna. „Það hafa verið færð fyrir því rök að verðtryggingin valdi því að menn freistist til að kaupa meira en þeir ráða við. Það gerist þar sem sá kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir verðbólgunni er dulinn en menn þurfa að horfast í augu við hann ef um óverðtryggt lán er að ræða. Með öðrum orðum er verðtryggingin neysluhvetjandi, og við þurfum að skoða það,“ segir Helgi og bætir við: „Verðtryggingin ýtir líka undir hallarekstur og óábyrga ríkisfjármálastjórn hjá hinu opinbera. Verðtryggingin í raun frestar því að almenningur þurfi að greiða fyrir áhrif efnahagslegrar óstjórnar og það dregur úr aðhaldi hans á stjórnmálamönnum. Þar með ýtir hún undir kröfu um óábyrga stjórn ríkisfjármála. Menn krefjast frekar hallareksturs, ýmiss konar misviturra framkvæmda og svo framvegis, þegar kostnaðurinn við slíka óstjórn birtist ekki nema að litlu leyti fyrst um sinn.“ Þá vill Helgi leggja áherslu á að verðtryggingin sé alls ekki það eina sem skipti máli þegar fjallað sé um hagstjórn á Íslandi. „Það er mjög mikilvægt að undirstrika að þessir gallar verðtryggingarinnar hafa fyrst og fremst verið að leiða fram afleiðingar óstöðugleika. Og það er engan veginn einhver töfralausn að draga úr vægi hennar. Það verður alltaf dýrt að skulda á Íslandi á meðan við höfum ekki tök á efnahagsmálum. Spurningin er því hvort það að draga úr vægi verðtryggingar getur verið hjálplegt við að ná meiri stöðugleika,“ segir Helgi og bætir við í tengslum við þetta að hann telji að til að ná varanlegum árangri í peningamálastjórn sé skynsamlegast að taka upp nýjan öflugan gjaldmiðil þótt ljóst sé að byggt verði á krónunni enn um sinn. Raunverulegir lánavalkostir fagnaðarefniFræðilegar rannsóknir á verðtryggðum lánum benda heldur til þess að slík lán séu hagstæðari en þau óverðtryggðu fyrir lántakendur í verðbólguumhverfi eins og á Íslandi. Því má velta upp þeirri spurningu hvort það séu endilega hagsmunir einstaklinga að draga úr vægi hennar. „Það er ekkert augljóst í þessu samhengi og einmitt þess vegna þurfum við að fara mjög vel yfir þetta. En hér er vert að hafa nokkra hluti í huga. Fyrir það fyrsta, það er alveg rétt að kenningin hefur verið að verðtryggingin annars vegar hjálpi okkur að halda stöðugleika í efnahagslífinu og hins vegar haldi niðri fjármögnunarkostnaði til lengri tíma þar sem fjárfestar muni alltaf krefjast auka áhættuálags á vexti njóti þeir ekki verðtryggingar. Spurningin sem þarf að svara er hins vegar hvort þetta hefur verið veruleikinn á Íslandi. Kenningin og veruleikinn þurfa ekki alltaf að fara saman eins og menn þekkja,“ segir Helgi og heldur áfram: „Það er sannarlega ekki víst að við höfum notið meiri stöðugleika vegna verðtryggingarinnar en ella. Það er í það minnsta ljóst að við höfum notið minni stöðugleika en helstu viðskiptalönd okkar. Og ef menn skoða þá vexti sem nú er verið að bjóða á óverðtryggðum lánum er fjarri því að þeir vextir jafngildi væntri verðbólgu, fimm prósent raunvöxtum og áhættuálagi eins og fræðin segja til um. Þeir eru ekki mikið hærri en svo að þeir haldi í við verðbólguna. Þetta er auðvitað verðlagning til skemmri tíma og menn þurfa að líta til langs tíma en í öllu falli tel ég það vera óvíst að þessi kenning sé rétt.“ Íslensku viðskiptabankarnir hafa nýverið hafið að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán samhliða verðtryggðum. Þá hefur Alþingi samþykkt að veita Íbúðalánsjóði heimild til hins sama. Helgi fagnar því að valkostir lántakenda séu nú fleiri. „Við erum að sjá viðskiptabankanna nú bjóða hvort tveggja, upp á verðtryggð og óverðtryggð lán eins og við í stjórnarmeirihlutanum höfum hvatt til. Óverðtryggð lán hafa áður verið í boði en oft á tíðum voru þeir eiginlega valkostur eingöngu að nafninu til, það er, þau voru verðlögð þannig að þau voru eiginlega ekki í boði. Núna virðist hins vegar komið fram raunverulegt val á milli valkosta og því ber að fagna,“ segir Helgi.
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent