Fleiri ökumenn teknir dópaðir en drukknir 2. desember 2011 06:00 hvalfjarðargöngin Maðurinn gafst upp á akstrinum þegar hann var rétt kominn niður í göngin, enda réði hann ekkert við bílinn. Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss
Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira