Fleiri ökumenn teknir dópaðir en drukknir 2. desember 2011 06:00 hvalfjarðargöngin Maðurinn gafst upp á akstrinum þegar hann var rétt kominn niður í göngin, enda réði hann ekkert við bílinn. Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent