Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun 1. desember 2011 06:45 Flutningaskipið Alma Skipið er 97 metra langt skip, skráð á Kýpur, en eigendur eru frá Úkraínu. Farmurinn var 3.000 tonn af frystu sjávarfangi. Krafa björgunarlauna miðast við 25% af virði skips og farms.mynd/gunnar hlynur Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjóprófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. Flutningaskipið liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn liggur ekki fyrir hvert skipið verður dregið til viðgerðar. Systurskip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitarfélagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skipsins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunarlauna segir Jón Ögmundsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skiptareglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannanlegum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglingalögum nr. 34/1985 með síðari breytingum, en þar segir að björgunarlaun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðarinnar sem af björgunarstarfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinnar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlutur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjóprófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. Flutningaskipið liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn liggur ekki fyrir hvert skipið verður dregið til viðgerðar. Systurskip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitarfélagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skipsins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunarlauna segir Jón Ögmundsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skiptareglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannanlegum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglingalögum nr. 34/1985 með síðari breytingum, en þar segir að björgunarlaun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðarinnar sem af björgunarstarfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinnar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlutur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira