Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun 1. desember 2011 06:45 Flutningaskipið Alma Skipið er 97 metra langt skip, skráð á Kýpur, en eigendur eru frá Úkraínu. Farmurinn var 3.000 tonn af frystu sjávarfangi. Krafa björgunarlauna miðast við 25% af virði skips og farms.mynd/gunnar hlynur Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjóprófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. Flutningaskipið liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn liggur ekki fyrir hvert skipið verður dregið til viðgerðar. Systurskip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitarfélagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skipsins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunarlauna segir Jón Ögmundsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skiptareglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannanlegum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglingalögum nr. 34/1985 með síðari breytingum, en þar segir að björgunarlaun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðarinnar sem af björgunarstarfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinnar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlutur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs hjólreiðamanns Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjóprófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. Flutningaskipið liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn liggur ekki fyrir hvert skipið verður dregið til viðgerðar. Systurskip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitarfélagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skipsins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunarlauna segir Jón Ögmundsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skiptareglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannanlegum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglingalögum nr. 34/1985 með síðari breytingum, en þar segir að björgunarlaun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðarinnar sem af björgunarstarfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinnar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlutur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs hjólreiðamanns Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent