110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki 1. desember 2011 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur. Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur.
Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira