Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring 30. nóvember 2011 11:00 alþingi Stjórnarandstæðingar fóru ekki í grafgötur með það á þingi í gær að þeir teldu landið í raun stjórnlaust. Kölluðu sumir þeirra eftir kosningum þegar í stað.fréttablaðið/gva Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira