Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg 26. nóvember 2011 17:00 Hallgrímur Helgson segir að góðar leikkonur geti skapað mikið af persónum, en Thalía-leikhúsið í Hamborg hyggst setja upp einleik byggðan á bók Hallgríms, Konan við 1000°. Fréttablaðið/Valli „Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi einleiks. „Þegar ég var að kynna bókina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leikhús séu oft að reyna að finna hlutverk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað mikið af persónum.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ættingjum Brynhildar en Hallgrímur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrýtið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvikmynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eiginlega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hallgríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk uppúr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var viðstaddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi einleiks. „Þegar ég var að kynna bókina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leikhús séu oft að reyna að finna hlutverk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað mikið af persónum.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ættingjum Brynhildar en Hallgrímur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrýtið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvikmynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eiginlega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hallgríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk uppúr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var viðstaddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira