Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg 26. nóvember 2011 17:00 Hallgrímur Helgson segir að góðar leikkonur geti skapað mikið af persónum, en Thalía-leikhúsið í Hamborg hyggst setja upp einleik byggðan á bók Hallgríms, Konan við 1000°. Fréttablaðið/Valli „Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi einleiks. „Þegar ég var að kynna bókina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leikhús séu oft að reyna að finna hlutverk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað mikið af persónum.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ættingjum Brynhildar en Hallgrímur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrýtið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvikmynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eiginlega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hallgríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk uppúr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var viðstaddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi einleiks. „Þegar ég var að kynna bókina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leikhús séu oft að reyna að finna hlutverk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað mikið af persónum.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ættingjum Brynhildar en Hallgrímur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrýtið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvikmynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eiginlega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hallgríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk uppúr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var viðstaddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira