Íslenskur skóhönnuður sýnir í New York 22. nóvember 2011 05:00 Halldóra Eydís sér um hluta framleiðslunnar sjálf, og handsaumar til dæmis hrosshár á skóna. „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknarferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsilega skó ömmu sinnar. Hún útskrifaðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Halldóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefnið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hrosshár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill innblástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“ Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknarferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsilega skó ömmu sinnar. Hún útskrifaðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Halldóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefnið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hrosshár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill innblástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira