Herðir eftirlit með hlerunum 9. nóvember 2011 09:00 Sigríður J. Friðjónsdóttir. Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. „Þessi beiðni nær einnig til dómsúrskurða um önnur skyld úrræði, eins og til dæmis eftirfararbúnað í bíla og hlustun á herbergi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigríður. „Embættið vinnur nú að því að kortleggja hvernig rétt sé að haga eftirlitinu svo það gagnist sem best, bæði hvað varðar hvernig lögregla og símafyrirtæki framkvæma hleranir, og með því að fá alla úrskurðina þannig að við höfum yfirsýn yfir þessi rannsóknarúrræði,“ segir Sigríður. Hún segir að í framhaldi geti ríkissaksóknari gert lögreglu að láta vita með ákveðnu millibili af framkvæmdinni og tekið stikkprufur varðandi tæknilega útfærslu og framkvæmd hlerana. Dómstólaráð mun fjalla um beiðni Sigríðar á fundi 18. nóvember næstkomandi. „Ég vænti jákvæðra viðbragða enda hefur embættið lagaskyldu til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún. Ýmsir hafa orðið til að kalla eftir auknu eftirliti með símhlerunum að undanförnu. Þannig sagði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að verulegu máli skipti að eftirlit ríkissaksóknara með símhlustun lögreglu yrði eflt. „Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi,“ skrifaði hann. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lét í ljós sömu skoðun í grein í Fréttablaðinu um nýliðna helgi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem eftirlit með símhlerunum hefði ekki verið sem skyldi á tímum sem meira fé hafi verið til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Undanfarið hefði ríkissaksóknari ekki getað komið því við vegna fjárskorts. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og bæta þyrfti eftirlitið. - jss Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. „Þessi beiðni nær einnig til dómsúrskurða um önnur skyld úrræði, eins og til dæmis eftirfararbúnað í bíla og hlustun á herbergi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigríður. „Embættið vinnur nú að því að kortleggja hvernig rétt sé að haga eftirlitinu svo það gagnist sem best, bæði hvað varðar hvernig lögregla og símafyrirtæki framkvæma hleranir, og með því að fá alla úrskurðina þannig að við höfum yfirsýn yfir þessi rannsóknarúrræði,“ segir Sigríður. Hún segir að í framhaldi geti ríkissaksóknari gert lögreglu að láta vita með ákveðnu millibili af framkvæmdinni og tekið stikkprufur varðandi tæknilega útfærslu og framkvæmd hlerana. Dómstólaráð mun fjalla um beiðni Sigríðar á fundi 18. nóvember næstkomandi. „Ég vænti jákvæðra viðbragða enda hefur embættið lagaskyldu til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún. Ýmsir hafa orðið til að kalla eftir auknu eftirliti með símhlerunum að undanförnu. Þannig sagði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að verulegu máli skipti að eftirlit ríkissaksóknara með símhlustun lögreglu yrði eflt. „Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi,“ skrifaði hann. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lét í ljós sömu skoðun í grein í Fréttablaðinu um nýliðna helgi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem eftirlit með símhlerunum hefði ekki verið sem skyldi á tímum sem meira fé hafi verið til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Undanfarið hefði ríkissaksóknari ekki getað komið því við vegna fjárskorts. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og bæta þyrfti eftirlitið. - jss
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira