Loka á veiðimennina 8. nóvember 2011 07:00 Rjúpa Vinsæll veiðifugl og eftirsóttur jólamatur en fækkar stöðugt. Gremju gætir nú meðal rjúpnaveiðimanna vegna takmarkana sem ýmis sveitarfélög hafa sett á veiðimennskuna á þessu tímabili. Menn sem hugðust ganga til rjúpna um síðustu helgi í nágrenni Hólmavíkur fréttu til dæmis á síðustu stundu að veiðilendurnar hefðu skroppið verulega saman eftir að sveitarstjórnin samþykkti á fimmtudag í síðustu viku að banna veiðar í landi sveitarfélagsins. Í Langanesbyggð hefur öllum heiðarvegum verið lokað tímabundið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sveitarfélagsins er það gert til þess að rjúpnaveiðimenn aki ekki inn á vegina sem eru í viðkvæmu ásigkomulagi vegna aurbleytu. Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, hefur gagnrýnt aðgerðir sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem ákvað að selja veiðimönnum aðgang að afréttum „enn eitt árið“ eins og segir í yfirlýsingu félagsins. Skotvís vitnar í lagabókstafinn þar sem segir að allir íslenskir ríkisborgarar og erlendir menn með lögheimili hérlendis megi veiða í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla þar sem enginn geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Skotvís segir Húnaþing vestra neita að sýna gögn um eignarhald sitt. „Viðbrögð sveitarfélagsins við kurteislegri beiðni Skotvís er því ekki hægt að túlka á annan veg en að um grófa aðför sé að ræða að rétti almennings til veiða og það ber að fordæma. Því hvetur Skotvís alla þá sem veiða á umræddum svæðum og lenda í útistöðum við meinta landeigendur að kalla sýslumann á vettvang,“ segir í yfirlýsingu félagsins. - gar Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Sjá meira
Gremju gætir nú meðal rjúpnaveiðimanna vegna takmarkana sem ýmis sveitarfélög hafa sett á veiðimennskuna á þessu tímabili. Menn sem hugðust ganga til rjúpna um síðustu helgi í nágrenni Hólmavíkur fréttu til dæmis á síðustu stundu að veiðilendurnar hefðu skroppið verulega saman eftir að sveitarstjórnin samþykkti á fimmtudag í síðustu viku að banna veiðar í landi sveitarfélagsins. Í Langanesbyggð hefur öllum heiðarvegum verið lokað tímabundið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sveitarfélagsins er það gert til þess að rjúpnaveiðimenn aki ekki inn á vegina sem eru í viðkvæmu ásigkomulagi vegna aurbleytu. Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, hefur gagnrýnt aðgerðir sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem ákvað að selja veiðimönnum aðgang að afréttum „enn eitt árið“ eins og segir í yfirlýsingu félagsins. Skotvís vitnar í lagabókstafinn þar sem segir að allir íslenskir ríkisborgarar og erlendir menn með lögheimili hérlendis megi veiða í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla þar sem enginn geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Skotvís segir Húnaþing vestra neita að sýna gögn um eignarhald sitt. „Viðbrögð sveitarfélagsins við kurteislegri beiðni Skotvís er því ekki hægt að túlka á annan veg en að um grófa aðför sé að ræða að rétti almennings til veiða og það ber að fordæma. Því hvetur Skotvís alla þá sem veiða á umræddum svæðum og lenda í útistöðum við meinta landeigendur að kalla sýslumann á vettvang,“ segir í yfirlýsingu félagsins. - gar
Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Sjá meira