Deila um dagsektir 8. nóvember 2011 08:00 Brennt Umhverfisstofnun hefur lengi krafist úrbóta í mengunarmálum í Eyjum. Því hefur nú verið mætt undir hótunum um sviptingu starfsleyfis.fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira