Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna 8. nóvember 2011 09:00 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj
Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira