Meðal fremstu hönnuða 3. nóvember 2011 10:00 Hönnun Sigrúnar Höllu Unnarsdóttur sem útskrifaðist með master í fatahönnun frá Kolding school of design í sumar, hefur verið valin til framleiðslu og sölu í Evrópu af nýju dönsku fyrirtæki.fréttablaðið/vilhelm „Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust," segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu. Muuse.com fór í loftið í sumar með það að markmiði að bjóða 25 efnilegustu útskriftarnemum frá bestu hönnunarskólum heims hverju sinni að selja vörur beint til neytenda. Flíkurnar eru framleiddar á saumastofu Muuse í Kaupmannahöfn eftir pöntunum, svo fjárhagsleg áhætta hönnuðanna er engin. „Þetta er frábært tækifæri, því eftir útskrift hefur maður oft lítið bakland til að koma línunni í framleiðslu sjálfur. Þau hafa einnig boðið mér að hanna aðra línu inn á síðuna og eru dugleg að koma á samstarfi milli hönnuðanna og annarra greina, til dæmis kvikmyndagerðarfólks og fleira í þeim dúr," segir Sigrún. Útskriftarlína hennar vakti þó ekki einungis athygli Muuse en um hana hefur verið fjallað á heimasíðu Dazed and confused, dönsku tískusíðunni Costume.dk og víðar. Einnig fékk Sigrún boð um þátttöku í hönnunarkeppninni Designers nest í Danmörku í sumar og var ein af fimm þátttakendum í samkeppni á vegum stórfyrirtækis í tískuheiminum. „Ég má ekkert segja um það verkefni og var látin skrifa undir samning um að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki þetta er. Keppnininni verður sjónvarpað í Evrópu í janúar," segir hún leyndardómsfull. Sigrún Halla er nú flutt heim og hefur komið sér upp vinnustofu í Hafnarastræti. Þar er hún með nokkur járn í eldinum, meðal annars hönnunarverkefnið Norðaustan 10 þar sem hópur hönnuða vinnur með austfirskt hráefni. Hún segir heimalandið hafa kallað þó hlutirnir hafi verið farnir að rúlla vel í Danmörku. „Mig langaði til að freista gæfunnar hér," segir hún. „Ég er svo heimakær." heida@frettabladid.is Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust," segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu. Muuse.com fór í loftið í sumar með það að markmiði að bjóða 25 efnilegustu útskriftarnemum frá bestu hönnunarskólum heims hverju sinni að selja vörur beint til neytenda. Flíkurnar eru framleiddar á saumastofu Muuse í Kaupmannahöfn eftir pöntunum, svo fjárhagsleg áhætta hönnuðanna er engin. „Þetta er frábært tækifæri, því eftir útskrift hefur maður oft lítið bakland til að koma línunni í framleiðslu sjálfur. Þau hafa einnig boðið mér að hanna aðra línu inn á síðuna og eru dugleg að koma á samstarfi milli hönnuðanna og annarra greina, til dæmis kvikmyndagerðarfólks og fleira í þeim dúr," segir Sigrún. Útskriftarlína hennar vakti þó ekki einungis athygli Muuse en um hana hefur verið fjallað á heimasíðu Dazed and confused, dönsku tískusíðunni Costume.dk og víðar. Einnig fékk Sigrún boð um þátttöku í hönnunarkeppninni Designers nest í Danmörku í sumar og var ein af fimm þátttakendum í samkeppni á vegum stórfyrirtækis í tískuheiminum. „Ég má ekkert segja um það verkefni og var látin skrifa undir samning um að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki þetta er. Keppnininni verður sjónvarpað í Evrópu í janúar," segir hún leyndardómsfull. Sigrún Halla er nú flutt heim og hefur komið sér upp vinnustofu í Hafnarastræti. Þar er hún með nokkur járn í eldinum, meðal annars hönnunarverkefnið Norðaustan 10 þar sem hópur hönnuða vinnur með austfirskt hráefni. Hún segir heimalandið hafa kallað þó hlutirnir hafi verið farnir að rúlla vel í Danmörku. „Mig langaði til að freista gæfunnar hér," segir hún. „Ég er svo heimakær." heida@frettabladid.is
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira