Ótvíræður árangur hjá ríkisstjórninni 29. október 2011 03:30 Steingrímur J. sigfússon Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að gerast í fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erfiða stöðu landsins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunarorð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnarinnar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðarsamfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokksins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með talinn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamálum. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum.- mþl Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira
Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að gerast í fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erfiða stöðu landsins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunarorð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnarinnar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðarsamfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokksins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með talinn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamálum. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum.- mþl
Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira