Þjónusta sérfræðilækna muni hækka um 15% á næsta ári 29. október 2011 02:00 Tillögur að breytingum kynntar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra setti á fót starfshóp til að koma með tillögur að úrbótum í heilbrigðiskerfinu og voru niðurstöður hópsins kynntar formlega í gær.fréttablaðið/vilhelm Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira