Álitamál hvort skoða má símreikning 27. október 2011 06:00 Sigurður G. Guðjónsson Fram kemur í lögbannskröfu Iceland Express að starfsmenn félagsins hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Matthíasar með því að skoða yfirlit yfir notkun hans á farsíma sem hann fékk að taka með sér frá félaginu en það greiddi fyrir út sex mánaða uppsagnarfrestinn. Þar hafi komið í ljós að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn Iceland Express eftir starfslok sín og reynt að lokka þá til liðs við nýtt flugfélag. Í fjarskiptalögum eru ákvæði um sundurliðaða símreikninga og þar segir að áskrifandi að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að skoða slíkan sundurliðaðan reikning. Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hins vegar álitamál hvernig skuli túlka þetta ákvæði. „Greinarmunurinn á áskrifanda og notanda í þessu sambandi er ekki skýr í fjarskiptalögum. Það má hugsanlega leiða út frá ákvæðum persónuverndarlaga að persónuvernd einstaklingsins eigi ekki að miðast við hvort hann er greiðandi að reikningnum eða ekki. Þarna er um persónulega notkun að ræða, nema það hafi verið einhverjir sérstakir skilmálar um að símtækið yrði bara notað í starfstengd símtöl. En þetta eru bara almennar vangaveltur og við tökum enga afstöðu til svona máls nema það komi inn á okkar borð sem kvörtun,“ segir Björn. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Iceland Express, segir fráleitt að það standist ekki lög og reglur að skoða sundurliðaðan símreikning sem Iceland Express greiði fyrir. Slíkt tíðkist þó ekki hjá félaginu. „En allt í einu koma starfsmenn til okkar og segja: Matthías er stöðugt að hringja í okkur og bjóða okkur störf. Svo er verið að tala við erlenda birgja og þá segja þeir: Matthías er alltaf að hringja í okkur og bjóða okkur eitthvað nýtt. Auðvitað vilja menn þá ganga úr skugga um að það sé rétt og þá blasir það bara við.“ Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fram kemur í lögbannskröfu Iceland Express að starfsmenn félagsins hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Matthíasar með því að skoða yfirlit yfir notkun hans á farsíma sem hann fékk að taka með sér frá félaginu en það greiddi fyrir út sex mánaða uppsagnarfrestinn. Þar hafi komið í ljós að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn Iceland Express eftir starfslok sín og reynt að lokka þá til liðs við nýtt flugfélag. Í fjarskiptalögum eru ákvæði um sundurliðaða símreikninga og þar segir að áskrifandi að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að skoða slíkan sundurliðaðan reikning. Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hins vegar álitamál hvernig skuli túlka þetta ákvæði. „Greinarmunurinn á áskrifanda og notanda í þessu sambandi er ekki skýr í fjarskiptalögum. Það má hugsanlega leiða út frá ákvæðum persónuverndarlaga að persónuvernd einstaklingsins eigi ekki að miðast við hvort hann er greiðandi að reikningnum eða ekki. Þarna er um persónulega notkun að ræða, nema það hafi verið einhverjir sérstakir skilmálar um að símtækið yrði bara notað í starfstengd símtöl. En þetta eru bara almennar vangaveltur og við tökum enga afstöðu til svona máls nema það komi inn á okkar borð sem kvörtun,“ segir Björn. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Iceland Express, segir fráleitt að það standist ekki lög og reglur að skoða sundurliðaðan símreikning sem Iceland Express greiði fyrir. Slíkt tíðkist þó ekki hjá félaginu. „En allt í einu koma starfsmenn til okkar og segja: Matthías er stöðugt að hringja í okkur og bjóða okkur störf. Svo er verið að tala við erlenda birgja og þá segja þeir: Matthías er alltaf að hringja í okkur og bjóða okkur eitthvað nýtt. Auðvitað vilja menn þá ganga úr skugga um að það sé rétt og þá blasir það bara við.“
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira