Öldruðu drykkjufólki fjölgar 25. október 2011 03:45 Valgerður Rúnarsdóttir læknir Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs Fréttir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs
Fréttir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira