Öldruðu drykkjufólki fjölgar 25. október 2011 03:45 Valgerður Rúnarsdóttir læknir Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira