Margrét Lára: Er ekki að fara að kaupa kvóta og skip Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. október 2011 07:30 Margrét Lára er að gera sinn besta samning en segist þó ekki hafa efni á því að kaupa skip og kvóta.fréttablaðið/vilhelm „Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“ Þýski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Sjá meira
„Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“
Þýski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Sjá meira