Tíminn í víðum skilningi 18. október 2011 14:00 Þórunn Árnadóttir sýnir fyrst Íslendinga í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er mjög góð kynning á verkunum mínum og náttúrulega bara frábært að vita til þess að sýningarstjórar svona þekktra safna þekki verkin mín og vilji fá þau inn á sýningar," segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sem tekur þátt í samsýningunni O'Clock í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó á Ítalíu. Þórunn er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að sýna á safninu. Tíminn er leiðarstefið á sýningunni þar sem sjá má verk eftir heimsþekkta listamenn og hönnuði á borð við Louise Bourgeois, Boym Partners, Front Design, Damien Hirst, Martin Baas, Studio Glithero og Marcel Wanders. Spænski arkitektinn Patricia Urquiola er sýningarstjóri en hún er álitin vera í framvarðarsveit nútímahönnunar. Þórunn sýnir all sérstæða klukku, svonefnda Sasa Clock, samansetta úr perlufesti á tannhjóli sem þarf að telja til að vita hvað tímanum líður. Perlufestina er svo hægt að taka niður og hafa á hefðbundinn hátt utan um hálsinn. Óhætt er að segja að Þórunn hafi verið að gera það gott frá því hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Verk eftir hana hafa verið sýnd á söfnum um allan heim og vakið þónokkra athygli. Þar á meðal fyrrnefnd klukka sem verður brátt fáanleg í völdum verslunum, á jólamarkaði Sommerset House í London og í Spark Designspace við Klapparstíg eftir langt og skrykkjótt framleiðsluferli. „Sem ræðst af því að klukkan byggir ekki á hefðbundnum vélbúnaði og þar af leiðandi þurfti að láta útbúa alveg nýjan svo hún gengi rétt. Og það er sko ekkert grín, eins og sex mismunandi frumgerðir sanna," upplýsir Þórunn og kveðst vera hæstánægð með sýninguna í Triennale í Mílanó. „Svo er bara vonandi að hún eigi eftir að gefa af sér fleiri tækifæri." Þess má geta að hægt verður að panta klukkuna fyrirfram á heimasíðu framleiðandans Daniel Estes. Slóðin er www.destes.com. roald@frettabladid.is Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er mjög góð kynning á verkunum mínum og náttúrulega bara frábært að vita til þess að sýningarstjórar svona þekktra safna þekki verkin mín og vilji fá þau inn á sýningar," segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sem tekur þátt í samsýningunni O'Clock í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó á Ítalíu. Þórunn er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að sýna á safninu. Tíminn er leiðarstefið á sýningunni þar sem sjá má verk eftir heimsþekkta listamenn og hönnuði á borð við Louise Bourgeois, Boym Partners, Front Design, Damien Hirst, Martin Baas, Studio Glithero og Marcel Wanders. Spænski arkitektinn Patricia Urquiola er sýningarstjóri en hún er álitin vera í framvarðarsveit nútímahönnunar. Þórunn sýnir all sérstæða klukku, svonefnda Sasa Clock, samansetta úr perlufesti á tannhjóli sem þarf að telja til að vita hvað tímanum líður. Perlufestina er svo hægt að taka niður og hafa á hefðbundinn hátt utan um hálsinn. Óhætt er að segja að Þórunn hafi verið að gera það gott frá því hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Verk eftir hana hafa verið sýnd á söfnum um allan heim og vakið þónokkra athygli. Þar á meðal fyrrnefnd klukka sem verður brátt fáanleg í völdum verslunum, á jólamarkaði Sommerset House í London og í Spark Designspace við Klapparstíg eftir langt og skrykkjótt framleiðsluferli. „Sem ræðst af því að klukkan byggir ekki á hefðbundnum vélbúnaði og þar af leiðandi þurfti að láta útbúa alveg nýjan svo hún gengi rétt. Og það er sko ekkert grín, eins og sex mismunandi frumgerðir sanna," upplýsir Þórunn og kveðst vera hæstánægð með sýninguna í Triennale í Mílanó. „Svo er bara vonandi að hún eigi eftir að gefa af sér fleiri tækifæri." Þess má geta að hægt verður að panta klukkuna fyrirfram á heimasíðu framleiðandans Daniel Estes. Slóðin er www.destes.com. roald@frettabladid.is
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira