Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans 14. október 2011 04:00 Aðgerðir kynntar starfsmönnum Starfmannafundir innan LSH voru haldnir á átta mismunandi stöðum í gær þar sem farið var yfir niðurskurðaraðgerðir næsta árs.fréttablaðið/gva Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira